Jóhanna Oddsdóttir (Hvoli)
Jóhanna Oddsdóttir húsfreyja á Hvoli við Heimagötu fæddist 4. október 1875 í Langholti í Meðallandi og lést 28. febrúar 1908.
Foreldrar hennar voru Oddur Bjarnason bóndi í Langholti, f. 21. febrúar 1843 á Slýjum í Meðallandi, d. 6. október 1883 á Syðri-Steinsmýri þar, og kona hans Ingveldur Guðbrandsdóttir húsfreyja, f. 24. október 1840 á Eyjarhólum í Mýrdal, d. 27. apríl 1911 á Á á Síðu.
Jóhanna var hjá foreldrum sínum í Langholti til 1881, í Skálmarbæ 1881-1882, á Syðri-Steinsmýri 1882-1896. Hún var hjá systur sinni í Vík 1899-1901.
Hún fluttist til Eyja 1901, var hjú í Klöpp á því ári, var ógift hjú með Magnúsi í Klöpp við fæðingu Ingveldar Kristínar 1902, bjó með Magnúsi í Batavíu við giftingu 1904, var gift húskona í Klöpp 1906 með Magnúsi og Ingveldi Kristínu.
Þau byggðu Hvol, voru komin þangað 1907.
Hún ól Margréti á Hvoli í desember 1907 og lést í febrúar 1908.
Maður Jóhönnu, (10. janúar 1904), var Magnús Ingimundarson sjómaður, útgerðarmaður á Hvoli, f. 24. apríl 1879, drukknaði 10. janúar 1912.
Börn þeirra voru
1. Ingveldur Kristín Magnúsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 19. október 1902, d. 31. ágúst 1957.
2. Margrét Magnúsdóttir verkakona í Hafnarfirði, f. 4. desember 1907, d. 24. ágúst 1988.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
- Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.