Jóhanna María Einarsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Jóhanna María Einarsdóttir húsfreyja, með MaCC-próf í endurskoðun, rekur fyrirtækið Fjártækni og bókhald, fæddist 29. maí 1968.
Foreldrar hennar Einar Pálmi Jóhannsson rafvirkjameistari, f. 6. maí 1950, og kona hans Barbara Dagmar Björnsdóttir Wdowiak húsfreyja, f. 11. júlí 1950.

Börn Barböru og Einars Pálma:
1. Jóhanna María Einarsdóttir, f. 29. maí 1968.
2. Díanna Þyrí Einarsdóttir, f. 4. janúar 1971.
3. Einar Pálmi Einarsson, f. 21. nóvember 1980.

Þau Þorvaldur Jón giftu sig, eignuðust tvö börn. Þau búa í Rvk.

I. Maður Jóhönnu Maríu er Þorvaldur Jón Kristjánsson frá Rvk, blikksmíðameistari, f. 28. október 1967. Foreldrar hans Kristján Ottósson, f. 16. júlí 1937, d. 31. desember 2023, og Þóra Hafdís Þórarinsdóttir, f. 30. maí 1938, d. 28. desember 2024.
Börn þeirra:
1. Barbara Hafdís Þorvaldsdóttir, f. 2. febrúar 1989.
2. Kristjana Dís Þorvaldsdóttir, f. 27. ágúst 1997.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.