Jóhanna Jónsdóttir (Götu)
Jóhanna Jónsdóttir frá Götu í Hvolhreppi, Rang., húsfreyja fæddist þar 1. júlí 1884 og lést 21. október 1965 í Eyjum.
Foreldrar hennar voru Jón Pétursson bóndi, f. 3. nóvember 1840, d. 8. maí 1898, og kona hans Ólöf Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 30. október 1842, d. 17. október 1921.
Jóhanna var með foreldrum sínum í Götu, en faðir hennar lést, er hún var á 14. árinu. Hún var hjú í Götu 1901, kom frá Kaldárholti í Hagasókn að Stórólfshvoli og var kona vinnumannsins Sigurðar Sveinssonar þar 1910.
Þau Sigurður giftu sig 1909, eignuðust fimm börn. Þau voru vinnuhjú á Stórólfshvoli 1910 með Katrínu hjá sér, síðar bændur í Þinghóli í Hvolhreppi.
Sigurður lést 1938.
Jóhanna flutti til Katrínar dóttur sinnar 1945 og bjó hjá henni síðan í Sóleyjarhlíð við Hásteinsveg 45.
Hún lést 1965.
I. Maður Jóhönnu, (16. maí 1909), var Sigurður Sveinsson bóndi, f. 25. nóvember 1884 á Efra-Hvoli í Hvolhreppi, d. 5. júlí 1938. Foreldrar hans voru Sveinn Sigurðsson bóndi, f. 24. nóvember 1851, d. 9. október 1923 og Svanhildur Þórarinsdóttir frá Þinghól, húsfreyja, f. 13. mars 1844, d. 10. nóvember 1916.
Börn Jóhönnu og Sigurðar:
1. Sigríður Katrín Sigurðardóttir húsfreyja, f. 26. maí 1909, d. 28. júní 1979.
2. Svanur Sveinn Sigurðsson, f. 25. ágúst 1910, d. 17. september 1919.
3. Ólafur Jón Sigurðsson, f. 21. nóvember 1911, d. 20. janúar 1935.
4. Svanhvít Svava Sigurðardóttir, f. 12. júlí 1914, d. 1. otktóber 2006.
5. Einar Sigurðsson vélstjóri, f. 24. mars 1918, d. 8. febrúar 1980.
6. Ingimundur Sveinsson, f. 6. september 1919, d. 1. desember 1921.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Manntöl.
- Morgunblaðið 10. október 2006. Minning Svanhvítar Svövu.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.