Jóhanna Ingibjörg Sigvaldadóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Jóhanna Ingibjörg Sigvaldadóttir húsfreyja fæddist 26. ágúst 1911 og lést 26. júlí 1961.
Foreldrar hennar voru Sigvaldi Grímsson, f. 15. maí 1862, d. 29. nóvember 1942, og Sigríður Elín Þorsteinsdóttir, f. 31. júlí 1873, d. 4. maí 1961.

Jóhanna var ættuð frá Ólafsfirði. Hún var vetrarstúlka á Sólbergi við Brekastíg 3 1930.
Þau Theodór giftu sig 1933, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu í Rvk.

I. Maður Jóhönnu, (1933), var Theodór Jónsson frá Háagarði, framkvæmdastjóri, f. 12. júní 1901, d. 28. júlí 1959.
Börn þeirra:
1. Sigríður Theódórsdóttir húsfreyja, f. 16. ágúst 1937. Fyrri maður hennar var Brynjólfur Samúelsson, f. 7. júní 1936. Síðari maður hennar var Gunnar Guðmundsson, f. 19. nóvember 1920, d. 1. nóvember 1990
2. Solveig Theódórsdóttir húsfreyja, f. 14. október 1943. Fyrri maður hennar var Rútur Jónsson, f. 8. nóvember 1943. Sambýlismaður hennar Grétar Haraldsson, f. 6. mars 1935.
3. Theodór Theódórsson, f. 29. ágúst 1945, d. 31. maí 1959.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.