Jóhanna Hákonardóttir (kennari)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Jóhanna Hákonardóttir.

Jóhanna Hákonardóttir kennari fæddist 26. júlí 1950 á Þingeyri við Dýrafjörð og lést 3. maí 2016.
Foreldrar hennar Hákon Jóhannes Kristjánsson sjómaður, síðast í Reykjavík, f. 26. september 1919, d. 25. desember 1965, og Sigurlaug Helga Leifsdóttir símvörður á Þingeyri, síðar í Rvk, f. 6. ágúst 1926, d. 10. maí 2016.

Jóhanna stundaði nám í Héraðsskólanum á Núpi 1966-1967, Gagnfræðaskólanum við Lindargötu í Rvk 1968, Húsmæðraskóla Reykjavíkur 1969-1970, Fósturskóla Íslands 1973-1976. Hún lærði málun og teikningu við Myndlistaskóla Reykjavíkur, Tómstundaskólanum og Myndlista- og handíðaskóla Íslands og hélt nokkrar einkasýningar á verkum sínum.
Hún var kennari í Barnaskólanum í Eyjum 1976-1979, forstöðumaður dagheimilis Kópavogshælis 1979-1985, var aðstoðarmaður við flugstjórn hjá Flugmálastjórn frá 1985-2006, síðan leikskólakennari og deildarstjóri í Njálsborg.
Hún tók virkan þátt í starfi Kynjakatta og síðar í Hundaræktarfélagi Íslands.
Jóhanna eignaðist barn með Teiti 1982.
Hún lést 2016.

I. Barnsfaðir Jóhönnu er Teitur Arnlaugsson, f. 28. september 1947.
Barn þeirra:
1. Sigurlaug Helga Teitsdóttir, f. 2. janúar 1982. Barnsfaðir hennar Arnar Steinn Þorsteinsson. Sambúðarmaður hennar er Tómas Joensen.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.
  • Morgunblaðið.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.