Ingibjörg Sveinbjörnsdóttir
Ingibjörg Sveinbjörnsdóttir húsfreyja, hjúkrunarfræðingur í Neskaupstað fæddist 27. febrúar 1971.
Foreldrar hennar Sveinbjörn Jónsson frá Siglufirði, sjómaður, f. 14. maí 1948, og kona hans Kristín Björg Hjartardóttir, húsfreyja, f. 15. júní 1948.
Börn Kristínar og Sveinbjörns:
1. Ingibjörg Sveinbjörnsdóttir, f. 27. febrúar 1971.
2. Jón Hjörtur Sveinbjörnsson, f. 27. júlí 1972, d. 29. nóvember 2015.
3. Unnþór Sveinbjörnsson, f. 11. febrúar 1974.
Þau Valdimar giftu sig, eignuðust tvö börn og hann átti tvö börn áður. Þau bjuggu í Danmörku og Neskaupstað. Hann lést 2023.
I. Maður Ingibjargar var Valdimar Baldursson frá Selfossi, sjómaður, véltæknifræðingur, vélstjóri, áreiðanleikasérfræðingur í Álverinu á Reyðarfirði, f. 12. maí 1963, d. 22. janúar 2023. Foreldrar hans Guðjón Baldur Valdimarsson, f. 9. janúar 1936, d. 12. september 2003, og Vilborg Magnúsdóttir, f. 25. febrúar 1942.
Börn þeirra:
1. Íris Björg Valdimarsdóttir, f. 25. maí 2001.
2. Sveinbjörn Baldur Valdimarsson, f. 9. nóvember 2004.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Heimaslóð.
- Ingibjörg.
- Íslendingabók.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.