Ingibjörg Jónsdóttir (hjúkrunarfræðingur)
Ingibjörg Jónsdóttir frá Rvk, hjúkrunarfræðingur fæddist þar 2. október 1952.
Foreldrar hennar Jón Magnússon sýslumaður, f 30. nóvember 1926, d. 30. mars 2010, og Katrín Sigurjónsdóttir, f. 3. júní 1927, d. 11. febrúar 2014.
Ingibjörg varð gagnfræðingur í Stykkishólmi 1969, lauk námi í HSÍ í mars 1974, lauk framhaldsnámi í hand- og lyflækningahjúkrun í NHS 1983.
Hún var hjúkrunarfræðingur á Borgarspílalanum, lyflækningadeild mars 1974 til október s.á., á Sjúkrahúsinu í Eyjum nóvember 1974 til júní 1975, á slysadeild Borgarspítalans júlí 1975 til júní 1977, deildarstjóri lyflækningadeildar frá júlí 1977 til október 1979, á dagdeild Hafnarbúða október 1979-september 1983, hjúkrunarfræðingur á Heilsuverndarstöð Rvk, hjúkrunar- og endurhæfingadeild september 1983 til maí 1984, á Lsp bæklunarskurðdeild frá ágúst 1984, sumarafleysingar á St. Fransiskussjúkrahúsinu í Stykkishólmi 1982, Sjúkrahúsinu á Egilsstöðum 1986 og 1987. (1988).
Ingibjörg eignaðist barn með Hallgrími 1976.
Þau Denis Dubayle giftu sig.
I. Barnsfaðir Ingibjargar er Hallgrímur Þorsteinn Magnússon, f. 29. september 1949, d. 21. apríl 2015.
Barn þeirra:
1. Katrín Helga Hallgrímsdóttir, f. 11. desember 1976.
II. Maður Ingibjargar er Denis Dubayle.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Hjúkrunarfræðingatal I-III. Hjúkrunarfélag Íslands 1969-1992.
- Íslendingabók.
- Morgunblaðið. Minning Katrínar Sigurjónsdóttur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.