Ingibjörg Faaberg (kennari)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ingibjörg Faaberg.

Ingibjörg Ásta Haraldsdóttir Faaberg kennari fæddist 5. nóvember 1949 í Reykjavík.
Foreldrar hennar voru Haraldur Faaberg skrifstofumaður, fyrrum liðsmaður norska hersins, f. 8. janúar 1921, d. 8. janúar 2002, og kona hans Guðrún Guðmundsdóttir Faaberg húsfreyja, f. 26. ágúst 1921, d. 28. apríl 1973.

Ingibjörg varð stúdent í M.R. 1970, lauk kennaraprófi 1972.
Hún var kennari í Breiðholtsskóla 1972-1973, í Hlíðaskóla 1973-1974, í Barnaskólanum í Eyjum 1976-1977, í Mýrarhúsaskóla á Seltjarnarnesi 1974-1976, 1977-1978 og frá 1984. Hún var móðurmálskennari í Uppsölum í Svíþjóð 1981-1984.
Ingibjörg vann skrifstofu- og verslunarstörf á sumrin og með námi.
Útg.: Ormstunga, árlegt blað íslenskra skólabarna í Uppsölum í Svíþjóð 1983-1984.
Þau Guðmundur giftu sig 1970, eignuðust þrjú börn.

I. Maður Ingibjargar, (7. nóvember 1970), er Guðmundur Benediktsson læknir, f. 4. apríl 1950. Foreldrar hans Benedikt Sigurjónsson hæstaréttardómari, f. 24. apríl 1916, d. 16. október 1986, og kona hans Fanney Stefánsdóttir húsfreyja, f. 9. desember 1915, d. 18. janúar 1990.
Börn þeirra:
1. Guðrún Guðmundsdóttir læknir, f. 19. ágúst 1970. Maður hennar Þorsteinn Þorsteinsson.
2. Kolbeinn Guðmundsson háskólanemi, f. 18. nóvember 1975.
3. Haraldur Hrafn Guðmundsson, nemi, f. 6. febrúar 1980.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.