Hulda Guðbjörnsdóttir (hjúkrunarfræðingur)
Hulda Guðbjörnsdóttir húsfreyja, hjúkrunarfræðingur fæddist 27. desember 1951 í Eyjum og lést 16. maí 2010.
Foreldrar hennar eru Guðbjörn Guðjónsson bryti, heildsali, forstjóri, f. 21. júní 1925 og kona hans Hrafnhildur Helgadóttir húsfreyja, hótelstjóri, lífeindafræðingur, f. 3. apríl 1932.
Börn Hrafnhildar og Guðbjörns:
1. Hulda Guðbjörnsdóttir.
2. Björn Guðbjörnsson læknir, f. 10. júní 1955. Kona hans Kolbrún Albertsdóttir.
3. Hrafnhildur Soffía Guðbjörnsdóttir læknir, f. 5. mars 1962. Maður hennar Kristján Kárason.
Hulda varð gagnfræðingur í Gagnfræðaskóla Kópavogs 1968, tók próf í hagýtum verslunargreinum í Verslunarskóla Íslands 1969.
Hún lauk námi í Hjúkrunarskóla Íslands í mars 1974, varð stúdent í Fjölbrautarskóla Suðurlands á Selfossi 1985.
Hulda lauk B.Se-prófi í hjúkrunarfræði við Vårdhögskolan Lundi, Svíþjóð 1989.
Hún var hjúkrunafræðingur á lyflækningadeild Lanspítalans mars 1974-desember s.á., á gjörgæsludeild janúar 1975 til mars s.á., hjúkrunarforstjóri á Sjúkrahúsi Húsavíkur apríl- september 1975, deildarstjóri á Sjúkrahúsi Hvítabandsins október-nóvember 1975, hjúkrunarfræðingur á Borgarspítalanum desember 1975, á
Sjúkrahúsinu á Selfossi febrúar 1976-október s.á, á Heilsuverndarstöðinni á Selfossi frá 1. október 1976- 30. maí 1977, við Heilsuverndarstöð Reykjavíkur, áfengisvarnardeild nóvember 1977-31. desember 1978, við endurhæfingarstöð á Sogni 1. janúar -31. október 1979, Heilsugæslustöðina á Selfossi 1. nóvember 1979-1. mars 1983, Sjúkrahús Suðurlands á Selfossi frá 1. desember 1983, við Landspítalann frá 2008.
Hulda var kennari í heilbrigðisfræðum við Fjölbrautarskóla Suðurlands 1. janúar-31. maí 1978, var formaður Umhverfisnefndar Selfoss 1982-1986, nefndarmaður í Bygginga- og skipulagsnefnd Selfoss frá 1986.
Þá var hún í stjórn Suðurdeildar Hjúkrunarfélags Íslands frá 1985, formaður frá september 1987, í ritstjórn Hjúkrunar, tímarits hjúkrunarfræðinga, 1996-98.
Hulda var í stjórn Landssambands sjálfstæðiskvenna 1983-1987 og í framkvæmdastjórn Landsambandsins 1985-1987, auk annarra trúnaðarstarfa.
Hulda eignaðist barn með Tryggva 1970.
Þau Brynleifur giftu sig 1976, eignuðust eitt barn, en skildu.
Hulda lést 2010.
I. Barnsfaðir Huldu er Tryggvi Jakobsson, f. 4. maí 1949.
Barn þeirra:
1. Hrafn Tryggvason verslunarmaður, f. 8. mars 1970. Sambýliskona hans Hilda Jóna Gísladóttir.
II. Maður Huldu, (27. júní 1976, skildu), var Hásteinn Brynleifur Steingrímsson læknir, f. 14. september 1929, d. 24. apríl 2018. Foreldrar hans voru Steingrímur S. Davíðsson skólastjóri, vegaverkstjóri á Blönduósi, f. 17. nóvember 1891, d. 9. október 1981, og kona hans Helga Dýrleif Jónsdóttir húsfreyja, f. 8. desember 1895, d. 7. júní 1995.
Barn þeirra:
2. Steingrímur Brynleifsson rafgreinir, f. 30. mars 1977.
III. Maður Huldu, (2006), var Sigurður Guðmundsson bóndi, bifvélavirki, vélstjóri, f. 28. september 1946, d. 21. mars 2017. Foreldrar hans voru Guðmundur Ó. Guðmundsson frá Akureyri, starfsmaður Sementsverksmiðju Ríkisins á Akranesi, f. 1. nóvember 1922, d. 24. september 2016, og kona hans Málfríður Sigurðardóttir frá Akranesi, húsfreyja, f. 29. ágúst 1927, d. 28. febrúar 2007.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Hjúkrunarfræðingatal I-III. Hjúkrunarfélag Íslands 1969-1992.
- Íslendingabók.is.
- Læknar á Íslandi. Gunnlaugur Haraldsson. Þjóðsaga 2000.
- Morgunblaðið 26. maí 2010. Minning.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.