Hjálmar Jónsson (Hólnum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Hjálmar Jónsson á Hólnum fæddist 28. apríl 1831 í Eyvindarhólasókn u. Eyjafjöllum og hrapaði til bana 14. ágúst 1853.
Foreldrar hans voru Málmfríður Valtýsdóttir vinnukona og Jón Jónsson sjómaður í Gíslakoti.

Hjálmar var með móður sinni og Guðna Ófeigssyni fósturföður sínum á Krókvelli u. Eyjafjöllum 1835, hjá þeim í Berjanesi þar 1840, Hólakoti þar 1845. Hann var í Hólakoti með ekkjunni móður sinni 1850.
Hjálmar fluttist til Eyja 1850, 19 ára, var vinnumaður í Stakkagerði 1851 og átti heimili á Hólnum, þegar hann hrapaði til bana í Ystakletti 1853.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.