Helgi Guðmundur Guðmundsson (Sjólyst)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Helgi Guðmundur Guðmundsson frá Sjólyst fæddist 20. ágúst 1869 í Keflavík á Suðurnesjum og lést 8. apríl 1937 í Spanish Fork í Utah.
Foreldrar hans voru Guðmundur Einarsson skipherra í Sjólyst, f. 31. október 1848, d. 23. ágúst 1882, og kona hans Auðbjörg Bjarnadóttir húsfreyja, f. 19. júní 1942, d. 15. janúar 1921.

Systkini Helga Guðmundar voru:
1. Bjarni Guðmundsson, f. 9. júlí 1873, fór til Vesturheims, d. 11. júlí 1896.
2. Einar Guðmundsson, f. 23. apríl 1876, fór til Vesturheims, d. 17. febrúar 1926.
3. Sigríður Ingibjörg Guðmundsdóttir, f. 17. janúar 1878, fór til Vesturheims, d. 19. ágúst 1966.
4. Árni Guðmundsson, f. 16. ágúst 1880, fór til Vesturheims, d. 7. febrúar 1923.

Helgi Guðmundur fluttist til Utah með foreldrum sínum 1882 og var járnbrautarstarfsmaður og síðar kirkjuvörður í Spanish Fork.

Kona hans, (2. nóvember 1892), var Eleanor Jones, f. 26. ágúst 1865, d. 7. desember 1943.
Börn þeirra voru:
1. William Helgi, f. 21. ágúst 1893, d. 8. september 1969.
2. Mary Eleanor, f. 31 júlí 1895, d. 27. desember 1935.
3. Hazel Audbjorg, f. í mars 1898, d. 7. október 1990.
4. Joseph Delbert, f. 2. maí 1901, 26. mars 1975.
Fóstursonur þeirra var
5. Donald Ivans systursonur Eleanorar.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Utah Icelandic Settlement, vefrit.
  • Vesturfaraskrá 1870-1914. Júníus H. Kristinsson. Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands 1983.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.