Helgi Grétar Helgason
Helgi Grétar Helgason stýrimaður, skipstjóri fæddist 31. janúar 1935 á Brekastíg 7B í Eyjum og lést 19. september 1990.
Foreldrar hans voru Helgi Helgason tómthúsmaður, verkamaður, húsasmiður, iðnverkamaður, f. 30. júní 1911 í Holti í Álftaveri, V.-Skaft, d. 6. október 1985, og Jóhanna Halldórsdóttir húsfreyja, f. 24. ágúst 1909 á Borgarfirði eystra, d. 15. febrúar 1969 í Ytri-Njarðvík.
Helgi var með foreldrum sínum. Þau fluttu með hann til Víkur í Mýrdal eftir fæðinguna. Hann var hjá þeim í Vík 1935-1937, á Reyni 1937-1938, í Vík 1938-1953. Þá fór hann með þeim í Ytri-Njarðvík.
Hann lauk prófum í Skógaskóla, og minna stýrimannsprófum í Stýrimannaskóla Íslands 1958.
Helgi vann stýrimanns- og skipstjórastörf á minni fiskiskipum, var um skeið með fiskiskip í við Suður-Ameríku.
Þau Guðrún giftu sig 1956, eignuðust fjögur börn.
I. Kona Helga Grétars er Guðrún Þorsteinsdóttir húsfreyja, f. 26. september 1935. Foreldrar hennar voru Þorsteinn Óskar Guðbjarnason, f. 28. ágúst 1909, d. 28. september 1948, og Guðný Björnsdóttir Blöndal, f. 6. ágúst 1908, d. 9. desember 1991.
Börn þeirra:
1. Anna Ólafía Grétarsdóttir bankastarfsmaður, f. 5. júní 1956.
2. Guðlaug Þuríður Helgadóttir póstmaður, f. 5. júní 1956.
3. Steinunn Ásta Helgadóttir bankastarfsmaður, f. 12. desember 1957.
4. Helga Helgadóttir, f. 1. september 1963.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Morgunblaðið 27. september 1990. Minning.
- Prestþjónustubækur.
- Skipstjóra- og stýrimannatal. Guðmundur Jakobsson. Ægisútgáfan 1979.
- Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.