Helgi Ólafsson Bergmann (Gjábakka)
Helgi Ólafsson Bergmann lögsagnari á Gjábakka, verslunarstjóri um skeið, verslunarþjónn, fæddist 1772 á Vindhæli á Skagaströnd og lést 27. ágúst 1818.
Foreldrar hans voru Ólafur Guðmundsson bóndi á Vindhæli, f. 1725, d. í ágúst 1797, og kona hans Guðrún Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 1744, var á lífi 1801.
umboðsmaður Vigfúsar Thorarensen sýslumanns á Hlíðarenda. Með honum var Davíð sonur hans, en Björg kona hans var þá húskona í Smiðjunni í Reykjavík með dóttur sinni Guðrúnu Helgadóttur 5 ára.
Hún kom með Guðrúnu til Eyja 1817.
Helgi lést 1818 úr landfarsótt og Björg sneri til Reykjavíkur með börnin..
Kona Helga var Björg Davíðsdóttir húsfreyja frá Hlíðarhúsi á Seltjarnarnesi, f. 15. nóvember 1777, d. 2. desember 1849. Helgi var bróðir Magnúsar Ólafssonar Bergmanns.
Helgi var kvæntur „assistent“ í Reykjavík 1801. Hann var faktor á Gjábakka 1813, verslunarþjónn 1814, „uppgjafa faktor“ þar 1815, lögsagnari 1816,
Foreldrar Bjargar voru Davíð Guðmundsson bóndi og hafnsögumaður í Hlíðarhúsi, f. 1736, d. 28. febrúar 1821, og kona hans Ásta Sighvatsdóttir húsfreyja, f. 1734, d. 30. júlí 1800.
Börn hér:
1. Ólafur Helgason bóndi á Kringlu í Torfalækjarhreppi, A-Hún., f. 1. desember 1802, d. 10. september 1858.
2. Davíð Helgason verkamaður, f. 29. desember 1804, d. 27. október 1859. Bjó í Helgesenshúsi í Reykjavík 1845.
3. Guðrún Helgadóttir, f. 9. mars 1812, d. 9. febrúar 1869. Hún var ógift móðir í Helgesenshúsi hjá Davíð bróður sínum 1845.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
- Ættir Austur-Húnvetninga. Guðmundur Sigurður Jóhannsson og Magnús Björnsson. Mál og mynd 1999.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.