Helga Tryggvadóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Helga Tryggvadóttir.

Helga Tryggvadóttir húsfreyja, læknaritari fæddist 26. maí 1930 á Laugabóli í Reykjadal í Þing. og lést 13. maí 2013.
Foreldrar hennar Unnur Sigurjónsdóttir, f. 13. júní 1896, d. 14. mars 1993, og Tryggvi Sigtryggson, f. 20. nóvember 1894, d. 1. desember 1986.

Helga stundaði nám við Héraðsskólann á Laugum, Gagnfræðaskóla Akureyrar og síðan við Húsmæðraskólann á Laugum. Rúmlega tvítug var Helga ráðskona við Héraðsskólann á Laugum í einn vetur. Helga dvaldi í Oxford á Englandi, þar sem hún stundaði nám við einkaritaraskóla og útskrifaðist með hæstu einkunn.

Þau Bragi giftu sig 1959, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu í Rvk og Eyjum. Þau skildu.
Helga eignaðist barn með Stefáni 1968.

I. Fyrrum maður Helgu var Bragi Björnsson lögfræðingur, f. 30. júlí 1932, d. 6. janúar 1997.
Börn þeirra:
1. Ragnheiður Bragadóttir, f. 30. júlí 1959.
2. Guðmundur Bragason, f. 23. ágúst 1960.
3. Dagur Bragason, f. 9. febrúar 1962.
4. Unnur Bragadóttir, f. 9. maí 1964.

II. Barnsfaðir Helgu er Stefán Steinar Stefánsson, f. 11. desember 1935, d. 29. september 2014.
Barn þeirra:
5. Ingvar Stefánsson, f. 10. nóvember 1968.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.