Helga Rósa Guðjónsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Helga Rósa Guðjónsdóttir frá Bjarmahlíð við Brekastíg 26, húsfreyja, heilbrigðisgagnafræðingur (þ.e. læknaritari og kerfisstjóri) á Sauðárkróki, fæddist 21. febrúar 1953 í Bjarmahlíð.
Foreldrar hennar voru Guðjón Kristófersson húsgagnasmiður, f. 26. desember 1929, d. 9. apríl 1995, og kona hans Málfríður Guðjóna Jörgensen húsfreyja, f. 25. maí 1934, d. 4. desember 1989.

Helga Rósa var með foreldrum sínum, í Bjarmahlíð og á Brimhólabraut 17 fyrstu tvö ár ævinnar, síðan í Reykjavík næstu þrjú árin, en þau skildu 1958. Hún var síðan með móður sinni æskuárin.
Hún varð gagnfræðingur í verslunardeild Hagaskóla í Reykjavík.
Helga flutti til Sauðárkróks 1972 og er læknaritari og kerfisstjóri þar.
Þau Reynir giftu sig 1975, eignuðust þrjú börn. Þau búa í Laugatúni 12 á Sauðárkróki.


Helga Rósa, Reynir Kárason og börn.
Frá vinstri: Björgvin, Reynir, Helga Rósa, Árni Hermann, María.

I. Maður Helgu Rósu, (11. nóvember 1975), er Reynir Kárason bókari, f. 17. september 1953. Foreldrar hans voru Kári Hermannsson múrari, verslunarmaður, f. 24. janúar 1923, d. 24. desember 2007, og kona hans Sigurlína Árnadóttir húsfreyja, fiskverkakona, saumakona, f. 26. apríl 1922, d. 30. október 2011.
Börn þeirra:
1. Björgvin Reynisson rafeindaverkfræðingur, f. 15. nóvember 1973. Fyrrum kona hans Elín Ásgeirsdóttir.
2. Árni Hermann Reynisson hugbúnaðarverkfræðingur, f. 25. júlí 1984. Sambúðarkona hans Kolbrún Ragna Ragnarsdóttir.
3. María Reynisdóttir læknir, f. 31. mars 1986, óg.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.