Helga M. Ketilsdóttir (Túni)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
(Endurbeint frá Helga Ketilsdóttir (Túni))
Fara í flakk Fara í leit

Helga Margrét Ketilsdóttir húsfreyja fæddist 13. ágúst 1933 í Hvoltungu u. Eyjafjöllum.
Foreldrar hennar voru Ketill Helgi Eyjúlfsson bóndi, f. 17. mars 1897 í Efra-Hrútafellskoti u. Eyjafjöllum, d. 7. janúar 1933, og kona hans Margrét Sigurlaug Pálsdóttir húsfreyja, síðar í Túni í Eyjum f. 20. júní 1901 í Hlíð u. Eyjafjöllum, d. 29. september 2000.

Faðir Helgu lést, áður en hún fæddist. Hún var með móður sinni, flutti með henni til Eyja 1938 og að Túni 1940, bjó þar með henni og Árna í Túni.
Hún varð gagnfræðingur í Gagnfræðaskólanum 1950.
Helga var vinnukona hjá Guðrúnu og Helga Benediktssyni í fjögur ár, vann síðan við fiskiðnað.
Þau Sigurður giftu sig 1958, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu í fyrstu á Akranesi, fluttu til Reykjavíkur 1987.
Sigurður lést 2012.

I. Maður Helgu, (17. júní 1958), var Sigurður Gunnars Sigurðsson frá Ísafirði, viðskiptafræðingur, kennari, skrifstofustjóri, fasteignasali, sjálfstæður atvinnurekandi á Akranesi, meðeigandi Verkfræðiskrifstofu Sigurðar Thoroddsen hf., f. 16. ágúst 1935, d. 25. nóvember 2012. Foreldrar hans voru Sigurður Hjálmar Sigurðsson afgreiðslumaður á Ísafirði, f. 13. apríl 1911, d. 20. apríl 1991, og kona hans Þorvaldína Agnborg Jónasdóttir húsfreyja, f. 5. mars 1906, d. 5. september 1997.
Börn þeirra:
1. Sigurður Árni Sigurðsson framkvæmdastjóri, f. 7. september 1955 í Túni. Kona hans Guðný Lilja Oddsdóttir.
2. Helgi Grétar Sigurðsson rafmagnsverkfræðingur, býr í Montreal í Kanada, f. 16. júní 1967. Kona hans Rosalie Sarasua.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.