Helga Dagmar Emilsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Helga Dagmar Emilsdóttir, húsfreyja, mannauðsstjóri fæddist 12. febrúar 1966 í Eyjum.
Foreldrar hennar Emil Þór Guðjónsson málari, bifreiðastjóri, f. 15. febrúar 1944, og kona hans Stella Sólborg Sigurðardóttir húsfreyja, f. 16. apríl 1944.

Þau Guðfinnur giftu sig, eignuðust tvö börn. Þau búa á Selfossi.

I. Maður Helgu Dagmarar er Guðfinnur Jónsson, frá Selfossi, málari, f. 1. mars 1965. Foreldrar hans Jón Guðfinnsson, f. 12. maí 1918, d. 15. júní 1996, og Kristín Benediktsdóttir, f. 12. apríl 1925, d. 20. apríl 2003.
Börn þeirra:
1. Lovísa Dagmar Guðfinnsdóttir, f. 6. ágúst 1993 í Rvk.
2. Jón Ingi Guðfinnsson, f. 11. maí 2001 í Árnessýslu.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.