Helga Þórðardóttir (Hvoli)
Helga Þórðardóttir húsfreyja á Hvoli við Heimagötu fæddist 15. september 1867 og lést 14. mars 1951.
Foreldrar Helgu voru Elín Sæmundsdóttir frá Helludal í Haukadal í Biskupstungum, f. 23. október 1837, d. 5. ágúst 1927, og Þórður Þórðarson frá Helludal, bóndi, síðar járnsmiður í Hafnarfirði, f. 22. febrúar 1842, d. 8. júní 1932.
Helga var með föður sínum á Hólum í Haukadal 1880 og 1890, var með honum á Setbergi í Garðasókn 1901.
Hún giftist Magnúsi Ingimundarsyni 1909 og fluttist til Eyja frá Hafnarfirði á því ári.
Á Hvoli tók hún við búi Magnúsar, en þar voru dætur hans tvær frá fyrra hjónabandi hans svo og foreldrar hans, tvær systur og uppeldisbóðir þeirra.
Magnús fórst í Höfninni 1912.
Þau voru barnlaus.
Helga fluttist til Hafnarfjarðar með stjúpdætur sínar 1912. Hún var þar hjá föður sínum á Kirkjuvegi 10 1920 með Margréti stjúpdóttur sína hjá sér, en Ingveldur Kristín var vinnukona á Vörðustíg 7.
Helga var þar enn 1930, ekkja í húsi föður síns, með Margréti stjúpdóttur sinni, ógiftri vinnukonu. Þar bjó hún á Kirkjuvegi 10 til dd. 1951.
Maður Helgu, (15. desember 1909), var Magnús Ingimundarson sjómaður og útgerðarmaður á Hvoli, f. 24. apríl 1879, drukknaði 10. janúar 1912.
Þau áttu ekki börn saman, en Helga annaðist dætur Magnúsar, sem voru
1. Ingveldur Kristín Magnúsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 19. október 1902, d. 31. ágúst 1957.
2. Margrét Magnúsdóttir verkakona í Hafnarfirði, f. 4. desember 1907, síðast í dvöl á Hrafnistu, d. 24. ágúst 1988.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.