Haraldur Sigurðsson (Túnsbergi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Haraldur Sigurðsson.

Haraldur Sigurðsson frá Túnsbergi við Vesturveg 22, kaupmaður, aðalféhirðir fæddist þar 12. október 1913 og lést 7. janúar 2000 í Skjóli.
Foreldrar hans voru Sigurður Ingimundarson, f. 27. ágúst 1891, d. 9. júlí 1944, og kona hans Anna Helgadóttir húsfreyja, f. 9. júní 1892, d. 12. nóvember 1979.

Haraldur var með foreldrum sínum á Túnsbergi, síðan á Stokkseyri til tólf ára aldurs, en flutti þá með þeim til Reykjavíkur.
Hann lauk námi í Samvinnuskólanum, fór til starfa hjá KEA á Akureyri. Hann fór í strafsnám í Svíþjóð 1938, var þar í eitt ár, sneri þá heim til verslunarstarfa í Rvk.
Haraldur hóf eigin verslunarrekstur 1944 í Versluninni Langholt í Langholtshverfi, keypti ásamt öðrum heildverslun Daníels Ólafssnar og vann við hana í tæpan áratug. Þá réðst hann til starfa hjá Pósti og síma, var þar aðalféhirðir til ársloka 1983.
Hann var félagi í Oddfellowreglunni í á sjötta áratug, var m.a. yfirmeistari í stúku nr. 7, Þorkeli mána. Þar var hann gerður að heiðursfélaga. Hann var félagi í Karlakór Rvk og um skeið formaður hans. Einnig var hann í Kirkjukór Hallgrímskirkju um þriggja áratuga skeið.
Þau Erna giftu sig, eignuðust eitt barn, en skildu.
Þau Brynhildur giftu sig 1940, eignuðust þrjú börn, en misstu eitt þeirra á 2. ári þess.
Brynhildur lést 1992 og Haraldur á árinu 2000.

I. Kona Haraldar, (skildu), var Jóna Erna Sveinbjörnsdóttir, f. 8. september 1917, d. 27. janúar 1999. Foreldrar hennar voru Jón Sveinbjörn Sæmundsson, f. 22. júní 1884, d. 5. febrúar 1965, og Ólafía Björg Jónsdóttir, f. 23. desember 1884, d. 19. janúar 1965.
Barn þeirra:
1. Hrafnhildur Haraldsdóttir, býr í Bandaríkjunum, f. 13. janúar 1936. Maður hennar Fred Heymann.

II. Kona Haraldar, (5. júlí 1940), var Brynhildur Sigþórsdóttir frá Akureyri, húsfreyja, verslunarmaður, f. 26. febrúar 1917, d. 3. október 1992. Foreldrar hennar voru Sigþór Magnússon, f. 11. ágúst 1893, d. 7. júlí 1918, og kona hans Aðalbjörg Jónasdóttir, húsfreyja, f. 11. júlí 1889, d. 23. mars 1933.
Börn þeirra:
1. Anna Snjólaug Haraldsdóttir, deildarstjóri, f. 20. september 1942. Maður hennar Þorgeir Pálsson, flugverkfræðingur.
2. Björg Haraldsdóttir, f. 6. febrúar 1945, d. 24. mars 1946.
3. Gunnar Haraldsson, f. 19. maí 1949. Kona hans Ásta Benný Hjaltadóttir.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Morgunblaðið 14. janúar 2000. Minning.
  • Prestþjónustubækur.
  • Verkfræðingatal. Ritstjóri: Þorsteinn Jónsson. Þjóðsaga ehf. 1996.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.