Hannes Björn Friðsteinsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Hannes Björn Friðsteinsson, verekamaður, síðar húsvörður í Menntaskólanum í Rvk, f. 20. október 1946.
Foreldrar hans Friðsteinn Guðmundur Helgason, bifvélavirki, verkstjóri, f. 16. júní 1906, d. 27. maí 1996, og kona hans Ólafía Vilborg Jónsdóttir, húsfreyja, f. 21. mars 1911, d. 4. mars 1989.

Þau Kristjana giftu sig 1969, eignuðust tvö börn og hún átti eitt barn áður. Þau bjuggu í Eyjum 1969 til 1973, fluttu til Grundarfjarðar, bjuggu þar til 1988, síðan í Rvk.

I. Kona Hannesar Björns, (18. október 1969), var Kristjana Vilborg Árnadóttir, frá Grundarfirði, húsfreyja, f. 28. júní 1950, d. 5. apríl 2021.
Börn þeirra:
1. Friðsteinn Guðmundur Hannesson, vinnur með ull hjá Ístex, f. 12. febrúar 1970.
2. Sólrún Lilja Hannesdóttir, skrifstofumaður, f. 5. maí 1979.
Barn Kristjönu og fósturbarn Hannesar:
3. Árni Jóhannes Reyndal Bragason, gluggasölumaður, f. 29. október 1967.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.