Halldóra Jakobína Valdimarsdóttir
Halldóra Jakobína Valdimarsdóttir fæddist 18. mars 1946 í Götu við Herjólfsgötu 12.
Foreldrar hennar voru Valdimar Tranberg Jakobsson sjómaður, f. 25. október 1900, d. 9. apríl 1968, og sambúðarkona hans Berghildur Oddný Guðbrandsdóttir húsfreyja, f. 3. mars 1904, d. 10. október 1998.
Börn þeirra:
1. Valgerður Viktoría Valdimarsdóttir húsfreyja í Eyjum, Grímsey og í Dölum vestra, f. 8. janúar 1937, d. 3. nóvember 2006. Maður hennar var Gunnar Hjelm.
2. Halldóra Jakobína Valdimarsdóttir húsfreyja á Höfn, f. 18. mars 1946. Maður hennar er Þorsteinn Gíslason úr Reykjavík.
Halldóra var með foreldrum sínum.
Þau Þorsteinn giftu sig 1975, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu á Höfn í Hornafirði. Þau skildu 1982.
Halldóra býr á Höfn.
I. Maður Halldóru Jakobínu, (30. mars 1975, skildu), er Þorsteinn Gíslason loftskeytamaður, f. 6. júlí 1950. Foreldrar hans voru Gísli Þorsteinsson vélstjóri, síðar útgerðarmaður, f. 9. ágúst 1914 á Kóngsbakka í Helgafellssveit, Snæf., d. 3. febrúar 1992, og Margrét Sigurðardóttir, f. 10. október 1917 á Hjallanesi í Landssveit, d. 19. mars 1994.
Börn þeirra:
1. Guðný Þorsteinsdóttir, f. 13. janúar 1975.
2. Valdís Þorsteinsdóttir, f. 13. janúar 1975.
3. Rakel Þorsteinsdóttir, f. 28. desember 1979.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Loftskeytamenn og fjarskiptin, 1. Ritstjóri Ólafur K. Björnsson. Félag íslenskra loftskeytamanna; 1987.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.