Halldóra Halldórsdóttir (Dísastöðum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Halldóra Halldórsdóttir húsfreyja í Smjördala Norðurkoti í Flóa fæddist 15. júní 1853 á Dísastöðum þar og lést 17. júlí 1925 í Eyjum.
Foreldrar hennar voru Halldór Magnússon bóndi á Dísastöðum, f. 24. júní 1821, d. 9. september 1856, og kona hans Sigríður Gísladóttir húsfreyja, f. 18. nóvember 1821, d. 17. júlí 1905.

Halldóra missti föður sinn, er hún var á fjórða árinu.
Hún var með móður sinni á Dísastöðum 1860, með vinnukonunni móður sinni og léttatelpa í Dísastaðahjáleigu 1870, vinnukona á Læk í Flóa 1880.
Þau Guðjón voru vinnuhjú í Túni þar, er þau giftu sig 1887, bjuggu í Smjördala Norðurkoti í Flóa 1890 og 1895. Þau skildu. Halldóra var hjú á Hellum eystri í Flóa með Halldór son sinn hjá sér 1910. Hún var vinnukona á Gegnishólaparti í Flóa 1920.
Halldóra fluttist til Halldórs sonar síns 1922, var með honum og Svövu í Heiðardal í lok árs, á Sólbergi við Brekastíg 1923.
Halldóra lést 1924.

I. Maður Halldóru, (3. október 1887), var Guðjón Guðnason, síðar bóndi í Norðurkoti, Sölvholti og Bitru í Flóa, f. 29. jan. 1858, d. 1. jan. 1941. Foreldrar hans voru Guðni Jónsson bóndi í Brandshúsum í Flóa, f. 21. júlí 1829, d. 4. október 1865 og kona hans Katrín Guðnadóttir húsfreyja, f. 10. september 1829, d. 18. apríl 1906.
Meðal barna þeirra var
1. Halldór Guðjónsson skólastjóri, f. 30. apríl 1895, d. 30. janúar 1997.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.