Halldór Guðjónsson (kennari)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Halldór Guðjónsson.

Halldór Guðjónsson frá Litlu-Brekku í Geiradal, Barð., kennari, smiður fæddist þar 28. september 1912 og lést 29. október 1999.
Foreldrar hans voru Guðjón Jónsson bóndi, f. 8. febrúar 1870, d. 7. apríl 1949, og kona hans Guðrún Magnúsdóttir frá Tungugröf í Steingrímsfirði, húsfreyja, f. 21. janúar 1877, d. 2. nóvember 1953.

Halldór var með foreldrum sínum, á Litlu-Brekku 1920.
Hann varð gagnfræðingur í Héraðsskólanum í Reykholti 1936, var stúdent í Menntaskólanum í Reykjavík 1939, lauk kennaraprófi 1940, handíðakennaraprófi 1946.
Halldór var kennari í Gagnfræðaskólanum 1943-1944, í Iðnskólanum 1943-1944, kennari í Gagnfræðaskóla Austurbæjar í Reykjavík frá 1945 (stundakennari 1945-1946) – 1977, í Iðnskólanum í Reykjavík 1977-1982, starfsmaður L. S. F. K 1967-1968, starfaði á sumrin á Reykjalundi frá 1970.
Halldór sat í stjórn Félags gagnfræðaskólakennara í Reykjavík um skeið, í stjórn Breiðfirðingafélagsins 1952-1955 og 1968-1972.
Þau Vilborg giftu sig 1944, eignuðust þrjú börn.
Vilborg lést 1996 og Halldór 1999.

I. Kona Halldórs, (2. desember 1944), var Vilborg Guðmundsdóttir frá Sjávargötu í Gerðahreppi, Gull., húsfreyja, f. 26. júní 1920, d. 16. júní 1996. Foreldrar hennar voru Guðmundur Einarsson sjómaður, f. 21. ágúst 1894, d. 17. júlí 1972 og kona hans Sesselja Jónsdóttir, f. 13. feb. 1893, d. 19. júlí 1986.
Börn þeirra:
1. Hildur Halldórsdóttir kennari, f. 15. mars 1946. Maður hennar Örn Ingvarsson.
2. Sesselja Halldórsdóttir bókasafnsfræðingur, víóluleikari, f. 25. febrúar 1951. Maður hennar Daði Kolbeinsson.
3. Guðrún Halldórsdóttir fóstra, f. 16. mars 1957. Maður hennar Magnús Gíslason.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.
  • Manntöl.
  • Morgunblaðið 1996. Minning Vilborgar.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.