Halldór Bjarnason (prentmyndasmiður)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Halldór Guðmundur Bjarnason.

Halldór Guðmundur Bjarnason prentmyndasmiður fæddist 13. desember 1954 í Reykjavík og lést 29. mars 2012.
Foreldrar hans voru Valgeir Bjarni Gestsson rafvirkjameistari, f. 24. apríl 1930, d. 23. nóvember 2016, og barnsmóðir hans Guðrún S. M. Halldórsdóttir, síðar húsfreyja og verkakona í Eyjum, f. 19. júlí 1933, d. 21. júlí 2010.

Börn Guðrúnar og Arnar Aanes:
1. Kristinn Jón Arnarson viðskiptafræðingur, MBA, vélvirkjameistari, f. 4. ágúst 1960 í Eyjum. Barnsmóðir hans Kristín Hildimundardóttir. Kona hans Ekaterina Ivanova.
2. Margrét Marín Arnardóttir húsfreyja, hjúkrunarfræðingur, f. 5. október 1965 í Eyjum. Maður hennar Einar Sigurður Karlsson.

Halldór var með móður sinni og Kristínu móðurmóður sinni í Reykjavík. Hann fluttist með móður sinni til Eyja 1959, var með henni og Erni Aanes í Brautarholti og á Urðavegi 46.
Eftir skilnað móður sinnar fylgdi hann henni og systkinum sínum til Kópavogs og bjó þar síðan að Kjarrhólma 20.
Halldór nam prentmyndasmíði í Iðnskólanum í Reykjavík og lauk námi um 1982.
Hann vann lengst í Prentsmiðjunni Litbrá og síðan í Prentsmiðjunni Viðey til æviloka.
Þau Kwanyuen giftu sig 2001, en skildu.
Þau Prakob giftu sig 2009, eignuðust eitt barn.
Halldór lést 2012.

I. Kona Halldórs, (2001, skildu), var Kwanyen Chommi húsfreyja í Reykjavík, f. 8. desember 1973 í Thailandi, d. 22. september 2009.

II. Kona Halldórs Guðmundar, (1. ágúst 2009), er Prakob Prawan húsfreyja í Reykjavík, f. 4. júní 1975 í Thailandi.
Barn þeirra:
1. Guðrún Sandra Halldórsdóttir, f. 17. nóvember 2010.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.