Halldór Árni Bjarnason

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Halldór Árni Bjarnason pípulagningamaður fæddist 30. apríl 1971.
Foreldrar hans Bjarni Júlíus Valtýsson, sjómaður, f. 4. nóvember 1951 og kona hans Guðný Linda Antonsdóttir, húsfreyja, f. 1. júlí 1953.

Börn Guðnýjar og Bjarna:
1. Halldór Árni Bjarnason, f. 30. apríl 1971. Sambúðarkona hans Eyrún Pétursdóttir. Sambúðarkona Hulda Guðrún Geirsdóttir. Sambúðarkona Þórunn Freyja Stefánsdóttir.
2. Júlíana Bjarnveig Bjarnadóttir, f. 23. janúar 1973 í Eyjum. Maður hennar Elías Rúnar Kristjánsson.
3. Anton Bjarnason, f. 25. júlí 1987.
4. Valtýr Bjarnason, f. 26. apríl 1989 í Eyjum.

Þau Eyrún hófu sambúð, eignuðust eitt barn. Þau skildu.
Þau Hulda Guðrún hófu sambúð, eignuðust ekki barn saman. Þau skildu.
Þau Þórunn Freyja hófu sambúð, eignuðust eitt barn. Þau búa í Kópavogi.

I. Fyrrum sambúðarkona Halldórs Árna er Eyrún Pétursdóttir, skrifstofumaður, f. 27. júní 1973. Foreldrar hennar Pétur Guðmundsson, f. 23. júní 1944, og Margrét Ólöf Eggertsdóttir, f. 21. júlí 1950.
Barn þeirra:
1. Eiður Ófeigur Halldórsson, f. 23. maí 1998.

II. Fyrrum sambúðarkona Halldórs Árna er Hulda Guðrún Geirsdóttir, f. 10. ágúst 1966. Foreldrar hennar Geir Jón Þorsteinsson, f. 19. júlí 1945, og Sigrún Emma Ottósdóttir, f. 10. september 1945.

III. Sambúðarkona Halldórs Árna er Þórunn Freyja Stefánsdóttir, f. 25. júní 1967. Foreldrar hennar Stefán Stefánsson, f. 26. september 1931, d. 21. september 2006, og Guðrún Lilja Guðmundsdóttir, f. 1. júlí 1929, d. 18. júlí 2014.
Barn þeirra:
2. Kolfinna Jara Halldórsdóttir, f. 15. maí 2013.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.