Halla Soffía Hjálmsdóttir
Halla Soffía Hjálmsdóttir húsfreyja fæddist 12. maí 1910 á Akranesi og lést 2. september 1988.
Foreldrar hennar voru Hjálmur Hjálmsson bóndi á Syðra-Lágafelli og Laxárbakka í Miklaholtshreppi, Hnapp., síðar lausamaður víða, f. 4. janúar 1874, d. 13. nóvember 1928, og Helga Bogadóttir vinnukona á Akranesi og í Reykjavík, f. 18. janúar 1886, d. 24. nóvember 1963.
Halla vann snemma ýmis störf, var lengst verkakona.
Þau Lauritz hófu sambúð á Akranesi, fluttu til Reykjavíkur 1929, eignuðust fimm börn, en leiðir skildu.
Hún kom þrem barnanna fyrir á Barnaheimilinu í Ásgarði í Grímsnesi og vann verkakvennastörf.
Þau Aðalsteinn eignuðust barn 1939 og 1940 í Reykjavík. Þau voru bæði ættleidd.
Þau Torfi giftu sig, fluttu til Eyja, bjuggu á Brekastíg 31 og í Sólhlíð 26 til Goss, en síðan á Akranesi.
Halla lést 1988 og Torfi 1996.
I. Sambúðarmaður Höllu var Lauritz Constantin Jörgensen málarameistari í Reykjavík, f. 4. mars 1902 í Reykjavík, d. 23. júlí 1952. Foreldrar hans voru Lauritz Constantin Jörgensen málarameistari, f. 25. september 1871 í Reykjavík, d. 19. mars 1922, og kona hans Janine Pauline Rosalie Jörgensen (Rósa Jörgensen), dóttir Jóhönnu Jónsdóttur Austmanns frá Þorlaugargerði.
Börn þeirra:
1. Erna Guðfinna Jörgensen, f. 10. október 1930, d. 22. febrúar 2020. Maður hennar Earl Stone frá Bandaríkjunum.
2. Lauritz Hallgeir Jörgensen mjólkurfræðingur, f. 24. október 1931. Kona hans Steina Einarsdóttir.
3. Stúlka, f. 1933, d. 1933.
4. Málfríður Guðjóna Jörgensen húsfreyja, f. 25. maí 1934, d. 4. desember 1989. Fyrrum maður hennar Guðjón Kristófersson frá Bjarmalandi. Barnsfaðir hennar bandarískur hermaður. Sambúðarmaður hennar Júlíus Bjarni Guðmundsson. Maður hennar Hörður Markan í Reykjavík.
5. Pálína Anna Jörgensen húsfreyja, f. 9. september 1935, d. 5. apríl 2015. Maður hennar Sveinn Steinsson.
II. Barnsfaðir Höllu að tveim börnum var Aðalsteinn Vilhjálmsson bifreiðastjóri, verkstjóri í Reykjavík, f. 19. febrúar 1910, d. 3. júní 1971.
Börn þeirra:
6. Eyþór Haukur Stefánsson læknir, f. 7. nóvember 1939. Hann varð kjörbarn Stefáns Bjarnasonar bónda á Flögu í Skriðdalshreppi, S.-Múl., f. 7. apríl 1912, d. 29. nóvember 2001, og konu hans Þórunnar Einarsdóttur húsfreyju, f. 17. september 1907, d. 9. febrúar 1991.
7. Edda Bernharðs Bernharðsdóttir, f. 17. nóvember 1940, d. 12. maí 2003. Kjörforeldrar hennar Bernharð Pálsson sjómaður, f. 20. desember 1908, d. 26. apríl 1985 og Sveinbjörg Sigurlín Guðvarðardóttir, f. 23. maí 1902, d. 16. október 1959.
III. Maður Höllu var Torfi Lýður Torfason sjómaður, f. 20. nóvember 1907 á Bakka í Hnífsdal, d. 31. mars 1996. Foreldrar hans voru Torfi Magnús Björnsson úr Dýrafirði, sjómaður, f. 8. febrúar 1863, d. 1. október 1911, og kona hans Jónína Anna Ólafsdóttir úr Skutulsfirði, húsfreyja, f. 1867, d. 23. október 1920. Þau voru barnlaus.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Morgunblaðið 22. september 1988. Minning.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.