Halla Bjarnadóttir (Svaðkoti)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Halla Bjarnadóttir frá Svaðkoti, húsfreyja á Þingeyri, fæddist 2. nóvember 1878 og lést 25. desember 1930.
Foreldrar hennar voru Bjarni Ólafsson bóndi, f. 22. janúar 1836, drukknaði 16. júní 1883, og kona hans Ragnheiður Gísladóttir húsfreyja, f. 28. september 1833, d. 7. júlí 1911.

Halla var með foreldrum sínum meðan beggja naut við. Faðir hennar drukknaði, er hún var á fimmta ári. Hún var með móður sinni.
Hún fluttist til Reykjavíkur 1900 til að læra karlmannafatasaum, giftist Kristjáni Jóni þar. Þau giftu sig og fluttust til Þingeyrar í Dýrafirði þar sem Kristján Jón var skipstjóri og smiður. Þau bjuggu í Gula húsinu þar 1920.
Halla eignaðist 5 börn 1905-1913.
Hún lést 1930.

Maður hennar var Kristján Jón Guðmundsson skipstjóri, húsasmiður á Þingeyri og í Reykjavík, f. 1. febrúar 1877, d. 26. maí 1968.
Börn þeirra voru:
1. Ragnar Bjarni Jónsson forstjóri, f. 7. september 1905, d. 5. nóvember 1996.
2. Þorbergur Ágúst Jónsson skrifstofumaður, f. 22. ágúst 1906, d. 9. október 1983.
3. Steinunn Jóhanna Jónsdóttir, f. 22. september 1907, d. 1. desember 1984.
4. Jón Gísli Jónsson húsgagnasmíðameisari, f. 23. apríl 1910, d. 25. desember 1986.
5. Kristján Sæmundur Jónsson veggfóðrunarmeistari, f. 19. september 1913, d. 11. júlí 1986.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.