Hafsteinn Ingólfsson
Hafsteinn Ingólfsson fæddist 22. júní 1955. Hann lærði vélstjórn, er með MA-próf í heimspeki frá Ohio University, verið vélstjóri hjá Samskipum, Eimskipum, á togurum og bátum, var í siðfræðinefnd hjá Landspítala og sá um starfsmannamál, sá um tölvumál og viðskipti við erlenda aðila og fræðslumál hjá Maður lifandi, verið umsjónarmaður fasteigna hjá Hafnarfjarðarbæ.
Foreldrar hans voru Guðbjörg Birna Ólafsdóttir frá Kirkjuhól húsfreyja, f. 24. febrúar 1934, d. 9. ágúst 2024, og Gunnar Ingólfur Kristjánsson vélstjóri, vélvirki, f. 15. desember 1927 á Djúpavogi, d. 7. ágúst 2014.
Þau Ingibjörg giftu sig, eignuðust tvö börn. Þau búa í Hfirði.
I. Kona Hafsteins er Ingibjörg Einarsdóttir frá Blönduósi, húsfreyja, sérkennari, f. 24. júlí 1957. Foreldrar hennar Einar Pétursson, f. 25. október 1926, d. 20. október 2005, og Sigrún Sesselja Bárðardóttir, f. 3. mars 1928, d. 21. febrúar 2024.
Börn þeirra:
1. Sigrún Birna Hafsteinsdóttir, f. 25. júlí 1982.
2. Egill Valur Hafsteinsson, f. 16. október 1989.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Hafsteinn.
- Heimaslóð.
- Íslendingabók.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.