Hafsteinn Einarsson (kennari)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Hafsteinn Einarsson kennari, lögfræðingur, framkvæmdastjóri fæddist 11. maí 1942 í Reykjavík.
Foreldrar hans voru Einar Ásgeir Guðbjartsson sjómaður, f. 15. september 1901, d. 15. október 1985, og kona hans Skúlína Theódóra Haraldsdóttir húsfreyja, f. 4. ágúst 1900, d. 30. janúar 1988.

Hafsteinn varð stúdent í M.R. 1962, lauk kennaraprófi 1964, lögfræðiprófi í H.Í. 1971, stundaði sálfræðinám í H.Í.
Hann var kennari í Barna- og unglingaskólanum á Hellissandi 1962-1963, í Gagnfræðaskólanum í Eyjum 1964-1965, Grunnskólanum á Ólafsfirði 1977-1978, Grunnskólanum á Stokkseyri 1978-1979.
Hafsteinn var lögfræðingur Útvegsbanka Íslands í Kóp. 1971-1972, framkvæmdastjóri skipasmíðastöðvarinnar í Stykkishólmi 1972-1974.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.
  • Morgunblaðið
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.