Hörður Ársæll Sigmundsson (yngri)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Hörður Ársæll Sigmundsson yngri, vélfræðingur, vinnur hjá Landstólpa, fæddist 16. apríl 1982.
Foreldrar hans Sigmundur Karlsson, afgreiðslumaður í timburverslun Byko, f. 28. nóvember 1954, og fyrri kona hans Margrét Eygló Birgisdóttir frá Hólmavík, húsfreyja, fiskvinnslukona, f. 2. október 1958.

Þau Signý hófu sambúð, eignuðust tvö börn. Þau skildu.
Þau Jóhanna Íris giftu sig, hafa eignast eitt barn. Þau búa á Selfossi.

I. Fyrrum sambúðarkona Harðar Ársæls er Signý Egilsdóttir frá Berustöðum í Ásahreppi,Rang., húsfreyja, f. 18. febrúar 1987. Foreldrar hennar Egill Sigurðsson bóndi, f. 2. júní 1959, og kona hans Guðfríður Erla Traustadóttir húsfreyja, f. 19.nóvember 1961.
Börn þeirra:
1. Erla Margrét Harðardóttir, f. 18. maí 2009.
2. Kolbrún Emilía Harðardóttir, f. 2. júlí 2012.

II. Kona Harðar Ársæls er Jóhanna Íris Hjaltadóttir úr Eyjafirði, húsfreyja, garðyrkjufræðingur, f. 19. janúar 1988. Foreldrar hennar Hjalti Þórsson, f. 13. mars 1957, og Arnbjörg Jóhannsdóttir, f. 1. apríl 1954.
Barn þeirra:
3. Daníel Þór Harðarson, f. 31. mars 2020.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.