Hólmfríður Þórdís Ingimarsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Hólmfríður Þórdís Ingimarsdóttir.

Hómfríður Þórdís Ingimarsdóttir frá Sauðanesi á Langanesi, húsfreyja fæddist þar 26. júní 1913 og lést 5. október 1998 í Eyjum.
Foreldrar hennar voru Ingimar Baldvinsson bóndi, útgerðarmaður, póst- og símstjóri á Þórshöfn, f. 20. nóvember 1891, d. 30. janúar 1979, og Oddný Friðrikka Árnadóttir húsfreyja, f. 16. júlí 1893, d. 29. september 1977.

Hólmfríður Þórdís ólst upp á Þórshöfn.
Hún var við nám í Héraðsskólanum á Laugarvatni 1932-1933.
Hólmfríður var húsfreyja, síðan símavörður hjá SÍS. Síðustu fimm árin dvaldi hún hjá Þórdísi Körlu Grettisdóttur í Eyjum.
Þau Jakob giftu sig, eignuðust þrjú börn. Þau skildu.
Þau Karl giftu sig 1940, eignuðust ekki börn saman, en hann átti þrjú börn frá fyrra hjónabandi og þau fóstruðu tvo systursyni Hólmfríðar.

I. Maður Hólmfríðar Þórdísar, skildu, var Jakob Vilhjálmur Þorsteinsson bóndi, háseti, vélstjóri, f. 1. júní 1912, d. 15. apríl 1994. Foreldrar hans voru Þorsteinn M. Jónsson, kaupfélagsstjóri, skólastjóri, alþingismaður, bókaútgefandi, f. 20. ágúst 1885, d. 17. mars 1976, og kona hans Sigurjóna Jakobsdóttir, kennari, húsfreyja, f. 16. september 1891, d. 18. júlí 1992.
Börn þeirra:
1. Hildur Kristín Jakobsdóttir, húsfreyja, verslunarmaður, f. 7. mars 1934, d. 23. janúar 2003. Maður hennar Gunnar Sigurðsson.
2. Sigurjóna Jakobsdóttir, f. 4. febrúar 1936, d. 3. október 2013. Maður hennar Jón Þórisson.
3. Oddný Jakobsdóttir, meðferðarfulltrúi, f. 4. febrúar 1936. Maður hennar Grettir Pálsson.

II. Maður Hólmfríðar Þórdísar, (1940), var Karl Hjálmarsson, kaupfélagsstjóri, framkvæmdastjóri, f. 17. desember 1900, d. 4. júlí 1964. Foreldrar hans Hjálmar Jónsson, f. 26. október 1865, d. 18. apríl 1952, og Áslaug Torfadóttir, f. 17. maí 1869, d. 1. ágúst 1950.
Börn hans:
4. Ásgeir Hjálmar Karlsson, f. 13. janúar 1927, d. 2. apríl 1980.
5. Katrín Helga Karlsdóttir, f. 27. nóvember 1932.
6. Halldóra Karlsdóttir, f. 17. febrúar 1936, sem Hólmfríður Þórdís gekk í móðurstað.
Fósturbörn Hólmfríðar og Karls, systurbörn Hólmfríðar, barn Helgu Aðalbjargar og barn Jónu Gunnlaugar:
7. Steingrímur Vikar Björgvinsson, f. 31. maí 1941.
8. Karl Davíðsson, f. 4. nóvember 1949.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.