Hávarður Ásbjörnsson

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Hávarður Ásbjörnsson.

Hávarður Ásbjörnsson frá Sólheimatungu við Brekastíg 14, bifreiðastjóri, stýrimaður fæddist 2. febrúar 1934 í Bergholti og lést 12. febrúar 1962.
Foreldrar hans voru Ásbjörn Þórðarson skipstjóri, netamaður, f. 14. desember 1899 á Sléttabóli á Brunasandi, V-Skaft., d. 10. nóvember 1974 í Reykjavík og kona hans Jóhanna Guðrún Guðmundsdóttir frá Stokkseyri, húsfreyja, f. 20. október 1907, d. 10. júlí 1991.

Börn Jóhönnu og Ásbjörns:
1. Ester Ásbjörnsdóttir, f. 14. júní 1930. Hún var rannsóknamaður í Kópavogi. Maður hennar: Tómas Sigurðsson bifreiðastjóri.
2. Svala Ásbjörnsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 22. júní 1931, síðast í Reykjavík, d. 18. nóvember 2012. Fyrri maður hennar var Ólafur Friðbjörnsson Hólm kennari í Reykjavík. Þau skildu. Síðari maður Svölu var Bragi Pétursson.
3. Hávarður Ásbjörnsson stýrimaður, vélstjóri, f. 2. febrúar 1934, d. 12. febrúar 1962. Kona hans var Edda Einars Andrésdóttir.

Hávarður var með foreldrum sínum í æsku, í Bergholti og Sólheimatungu.
Hann nam vélstjórn og síðar lauk hann fiskimannaprófi hinu minna til skipstjórnar.
Hávarður var lengi bifreiðastjóri, en varð sjómaður og stýrimaður á Hildingi VE 3, er hann lést í veiðiferð 1962.
Hann eignaðist barn með Fannýju 1954.
Þau Edda giftu sig 1957, eignuðust eitt barn. Edda lést 1999.

I. Barnsmóðir Hávarðar var Fanney Guðmundsdóttir, Skólaveg 19, f. 30. nóvember 1931, d. 31. ágúst 1998.
Barn þeirra:
1. Heimir Hávarðsson útgerðartæknir, f. 3. júní 1954. Kona hans Þuríður Magnúsdóttir.

II. Kona Hávarðs, (21. apríl 1957), var Edda Einars Andrésdóttir húsfreyja, f. 27. júlí 1935 í Reykjavík, d. 6. desember 1999 á Vífilsstöðum.
Barn þeirra:
2. Hjalti Hávarðsson, f. 10. janúar 1957 á Rauðafelli. Kona hans var Sigríður Garðarsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.