Gylfi Ingólfsson (Laufási)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Gylfi Ingólfsson.

Gylfi Ingólfsson vélstjóri fæddist 5. september 1951 í Laufási við Austurveg 5.
Foreldrar hans voru Ingólfur Arnarson vélstjóri, vélvikjameistari, f. 31. ágúst 1921, d. 12. september 2002, og kona hans Bera Þorsteinsdóttir frá Laufási, húsfreyja, f. 31 maí 1921, d. 5. nóvember 2019.

Börn Beru og Ingólfs:
1. Þorsteinn Ingólfsson skrifstofustjóri, f. 19. mars 1948 í Laufási. Kona hans Kristrún Gísladóttir húsfreyja, látin.
2. Gylfi Ingólfsson vélstjóri, f. 5. september 1951 í Laufási. Kona hans Anna Jenný Rafnsdóttir.
3. Ingólfur Ingólfsson starfsmaður Fiskistofu, f. 11. september 1955 að Austurvegi 7. Kona hans Júlíanna Theódórsdóttir.

Gylfi var með foreldrum sínum.
Hann lærði vélstjórn í Iðnskólanum í Eyjum, lauk prófi 1. stigs vélstjóra 1970, var í Stýrimannaskólanum í Eyjum 1972, lenti í Gosinu 1973, lauk námi í Stýrimannaskólanum i Reykjavík 1973.
Gylfi var sjómaður á ýmsum bátum, var vélstjóri á á Stíganda VE 77 frá mars 1970-1972, stýrimaður á Mars eitt ár, stýrimaður á Höfrungi III. GK, á Björgu VE í 3 ár. Gylfi var vélstjóri á Sæljóninu RE og síðast á Kristni Friðriki í Sandgerði.
Þau Anna Jenný giftu sig 1975, eignuðust eitt barn. Þau bjuggu við Áshamar 55, fluttu til Ólafsvíkur, búa nú á Spáni.

I. Kona Gylfa, (6. desember 1975), er Anna Jenný Rafnsdóttir húsfreyja, f. 15. apríl 1952 í Reykjavík.
Börn þeirra:
1. Berglind Ýr Gylfadóttir húsfreyja, vinnur við Sólarmegin, fyrirtæki þeirra hjóna, f. 18. október 1980 í Reykjavík. Maður hennar Samúel Jón Samúelsson.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Gylfi.
  • Íslendingabók.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vélstjóra- og vélfræðingatal. Ritstjórar: Þorsteinn Jónsson og Franz Gíslason. Þjóðsaga 1996 og 1997.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.