Guðmundur Kristjánsson (Minna-Núpi)
Guðmundur Kristjánsson frá Minna-Núpi, sjómaður, bifreiðastjóri fæddist 11. maí 1914 í Garðsauka og lét 5. júní 2003 á Landspítalanum.
Foreldrar hans voru Kristján Jónsson frá Dölum, skósmiður, sjómaður, f. 12. apríl 1888, drukknaði 21. mars 1922, og kona hans Guðný Guðmundsdóttir húsfreyja á Minna-Núpi f. 29. mars 1890 í Skálakoti u. Eyjafjöllum, d. 25. desember 1985.
Börn Kristjáns og Guðnýjar voru:
1. Guðmundur Kristjánsson, f. 11. maí 1914 í Garðsauka, d. 5. júní 2003.
2. Elín Kristjánsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 8. ágúst 1915 í Garðsauka, d. 15. desember 1984.
3. Andvana stúlka, f. 8. ágúst 1917 í Garðsauka.
4. Þorgerður Þórdís Kristjánsdóttir, f. 26. febrúar 1920 á Minna-Núpi, d. 2. mars 1990.
5. Guðlaug Alda Kristjánsdóttir kaupkona í Reykjavík, f. 21. september 1921 á Minna-Núpi, d. 2. desember 2012.
Barn Guðnýjar og síðari manns hennar Helga Guðmundssonar sjómanns voru:
5. Kristjana María Klara Helgadóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 26. október 1926, d. 30. september 1986.
Stjúpdóttir Guðnýjar, barn Helga frá fyrra hjónabandi hans, var
6. Anna Ólöf Helgadóttir, f. 24. ágúst 1909, d. 29. september 2004.
Guðmundur missti föður sinn, er hann var tæpra átta ára.
Hann var með móður sinni og síðar henni og Helga Guðmundssyni stjúpa sínum á Minna-Núpi 1930 og 1934, en stjúpi hans lést 1940.
Guðmundur var sjómaður, leigjandi á Hásteinsvegi 8 1940.
Hann var bifreiðastjóri við Mjólkursamsöluna í Reykjavík og vélstjóri á millilandaskipum.
Hann kvæntist Rósu 1941. Þau eignuðust þrjú börn. Þau skyldu.
Guðmundur kvæntist Hansínu Mettu 1976. Hún var ekkja frá 1960, með sjö börn.
Hansína Metta lést 1997 og Guðmundur 2003.
Guðmundur var tvíkvæntur.
I. Fyrri kona hans, (1941), var Rósa Ágústsdóttir húsfreyja frá Reykjavík, f. 25. júní 1915, d. 3. maí 1964. Foreldrar hennar voru Ágúst Sigurjón Friðrik Guðmundsson skósmiður og Maiendína Guðlaug Kristjánsdóttir.
Börn þeirra:
1. Ragnar Kristján Guðmundsson, f. 21. september 1942. Kona hans Bára Sigurðardóttir.
2. Kolbrún Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 17. febrúar 1944. Maður hennar Gunnlaugur K. Hreiðarsson.
3. Guðný Helga Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 10. apríl 1953. Fyrri maður hennar var Gunnar Jóhannesson, síðari maður Finnur P. Fróðason.
II. Síðari kona Guðmundar, (1976), var Hansína Metta Kristleifsdóttir frá Efri-Hrísum í Fróðárhreppi á Snæf., húsfreyja, f. 25. maí 1918, d. 1. maí 1997. Fyrri maður hennar var Guðbjörn Halldórsson. Foreldrar hennar voru Kristleifur Jónatansson bóndi og kona hans Soffía Guðrún Árnadóttir húsfreyja.
Börn Hansínu Mettu og stjúpbörn Guðmundar:
1. Kristleifur Guðbjörnsson, kvæntur Margréti Ólafsdóttur.
2. Aldís Þorbjörg Guðbjörnsdóttir, fyrr gift Guðmundi Eiríkssyni, síðar Birni Haraldssyni.
3. Guðrún Soffía Guðbjörnsdóttir. Maður hennar Gylfi Sigurðsson.
4. Halldór Guðbjörnsson, kvæntur Guðfinnu Ólafsdóttur.
5. Sólbrún Guðbjörnsdóttir. Maður hennar Víkingur Halldórsson.
6. Hrefna Guðbjörnsdóttir. Maður hennar Egill Þráinsson.
7. Gíslný Guðbjörnsdóttir. Maður hennar Jóhann Óskarsson.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Manntöl.
- Morgunblaðið 19. júní 2003. Minning.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.