Alda Kristjánsdóttir (Minna-Núpi)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Guðlaug Alda Kristjánsdóttir.

Guðlaug Alda Kristjánsdóttir frá Minna-Núpi, húsfreyja, kaupkona fæddist 21. september 1921 á Minna-Núpi og lést 2. desember 2012.
Foreldrar hennar voru Kristján Jónsson frá Dölum, skósmiður, sjómaður, f. 12. apríl 1888, drukknaði 21. mars 1922, og kona hans Guðný Guðmundsdóttir húsfreyja á Minna-Núpi f. 29. mars 1890 í Skálakoti u. Eyjafjöllum, d. 25. desember 1985.

Börn Kristjáns og Guðnýjar voru:
1. Guðmundur Kristjánsson, f. 11. maí 1914 í Garðsauka, d. 5. júní 2003.
2. Elín Kristjánsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 8. ágúst 1915 í Garðsauka, d. 15. desember 1984.
3. Andvana stúlka, f. 8. ágúst 1917 í Garðsauka.
4. Þorgerður Þórdís Kristjánsdóttir, f. 26. febrúar 1920 á Minna-Núpi, d. 2. mars 1990.
5. Guðlaug Alda Kristjánsdóttir kaupkona í Reykjavík, f. 21. september 1921 á Minna-Núpi, d. 2. desember 2012.
Barn Guðnýjar og síðari manns hennar Helga Guðmundssonar sjómanns, matsveins voru:
5. Kristjana María Klara Helgadóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 26. október 1926, d. 30. september 1986.
Stjúpdóttir Guðnýjar, barn Helga frá fyrra hjónabandi hans, var
6. Anna Ólöf Helgadóttir, f. 24. ágúst 1909, d. 29. september 2004.

Alda missti föður sinn, er hún var á fyrsta aldursári.
Hún var með móður sinni og síðar henni og Helga Guðmundssyni stjúpa sínum á Minna-Núpi 1930 og 1934. Helgi lést 1940.
Alda fluttist til Reykjavíkur, giftist Einari Bergsteinssyni, en missti hann úr berklum 1946. Hún vann við ræstingar og framreiðslustörf.
Hún giftist Jóni Kristjónssyni kaupmanni og rak með honum verslun að Síðumúla 8 í húsi, sem þau byggðu.
Jón lést 1984.
Hún bjó með Guðmundi Þorgeirssyni frá 1990 uns hann lést 2008.
Alda var barnlaus.

I. Fyrri maður hennar var Einar Michael Bergsteinsson frá Kotströnd í Ölfusi, bifreiðastjóri, f. 29. september 1920, d. 21. janúar 1946.
Foreldrar hans voru Bergsteinn Sveinsson kennari, bóndi, múrari og smiður, f. 6. mars 1879, d. 1. júní 1962, og Steinunn Einarsdóttir húsfreyja, f. 29. september 1886, d. 17. mars 1982.

II. Síðari maður Öldu var Jón Edvard Kristjónsson kaupmaður, f. 9. júní 1917, d. 10. janúar 1984. Foreldrar hans voru Kristjón Jónsson trésmiður, skáld, f. 24. júní 1891, d. 14. júní 1941 og kona hans Guðrún Jónsdóttir húsfreyja, f. 27. maí 1882, d. 11. júní 1963.

III. Sambýlismaður Öldu var Guðmundur Þorgeirsson matsveinn, bryti, f. 3. mars 1921, d. 6. febrúar 2008. Foreldrar hans voru Þorgeir Magnússon útvegsbóndi á Lambastöðum í Gerðum, Gull., f. 17. nóvember 1875, d. 9. september 1956 og Helga Jónína Þorsteinsdóttir húsfreyja, f. 21. nóvember 1891, d. 9. desember 1957.

Guðlaug Alda var barnlaus.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.