Gunnar Kristinsson (skipstjóri)
Gunnar Kristinsson frá Reykjavík, sjómaður, stýrimaður, skipstjóri fæddist þar 10. janúar 1939 og lést 11. janúar 2013.
Foreldrar hans voru Kristinn Hallgeir Árnason sælgætisframleiðandi, f. 9. september 1916, d. 29. desember 1994, og kona hans Helga Gunnarsdóttir húsfreyja, f. 27. júní 1915, d. 9. nóvember 1965.
Gunnar var með foreldrum sínum.
Hann lauk Stýrimannaskólanum í Reykjavík.
Á yngri árum vann hann sveitastörf, var í kaupavinnu í Borgarfirði.
Gunnar var til sjós á togurum og var síðan stýrimaður og skipstjóri í Eyjum.
Þau Valgerður giftu sig 1979, eignuðust ekki börn. Þau keyptu og byggðu upp Kiðjaberg við Hásteinsveg 6 og bjuggu þar.
Gunnar lést í janúar 2013 og Valgerður í júlí 2013.
I. Kona Gunnars, (1979), var Valgerður Andersen frá Sólbakka, húsfreyja, sjókona, f. 9. desember 1944, d. 3. júlí 2013.
Þau voru barnlaus.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íbúaskrá Vestmannaeyja 1972.
- Íbúaskrá Vestmannaeyja 1979.
- Íslendingabók.is.
- Morgunblaðirð 12. febrúar 2013. Minning.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.