Guðrún Jóhannesdóttir (kennari)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Guðrún Jóhannesdóttir.

Guðrún Jóhannesdóttir kennari fæddist 2. maí 1942 í Reykjavík.
Foreldrar hennar voru Jóhannes Ásbjörnsson rennismiður, bóndi í Stöð í Stöðvarfirði, f. 26. október 1911, d. 30. ágúst 2005 og kona hans Guðný Jóna Þorbjörnsdóttir húsfreyja, f. 12. september 1915, d. 26. nóvember 2019.

Guðrún lauk landsprófi í Kvennaskólanum í Rvk 1958, 3. bekk í Menntaskólanum í Reykjavík 1959, lauk íþrótakennaraprófi 1961, nam í Gymnastikhöjskolen við Viborg í Danmörku sumarið 1963, í Bankamannaskólanum í Rvk haustið 1963.
Hún var kennari í Barnaskólanum og Gagnfræðaskólanum í Eyjum frá 1961 til 1963, var stundakennari í Barnaskólanum í Gaulverjabæjarhreppi 1965-1971, Barnaskólanum í Villingaholtshreppi 1971-1976, vann við sundkennslu í Svalbarðsstrandarhreppi, S.-Þing. sumarið 1962, kenndi frúarleikfimi hjá Íþrótafélagi kvenna í Rvk 1963-1964, var gjaldkeri í Landsbanka Íslands í Rvk 1963-1964.
Guðrún var formaður Kvenfélags Gaulverjabæjarhrepps 1976-1978 og 1980-1981, ritari frá 1982. Hún var safnaðarfulltrúi frá 1975, átti sæti í húsnefnd félagsheimilisins Félagslundar frá 1980, hreppsnefndarmaður frá 1982.
Þau Þormóðir giftu sig 1964, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu í Fljótshólum í Gaulverjabæjarhreppi til 2007.
Þormóður lést 2018.

I. Maður Guðrúnar, (25. desember 1964), var Þormóður Sturluson frá Fljótshólum, bóndi, f. 27. desember 1935, d. 16. maí 2018. Foreldrar hans voru Sturla Jónsson úr Bárðardal, bóndi, f. 26. júní 1888, d. 14. febrúar 1953, og kona hans Sigríður Einarsdóttir frá Hæli, húsfreyja, f. 9. janúar 1892, d. 7. maí 1966.
Börn þeirra:
1. Sigríður Þormóðsdóttir húsfreyja, f. 21. september 1966. Maður hennar Tom Songe-Möller.
2. Jóhannes Þormóðsson, f. 10. desember 1967. Fyrrum kona hans Sólveig Rósa Ólafsdóttir.
3. Pálmi Þormóðsson, f. 10. janúar 1970. Fyrrum sambúðarkona Þorbjörg Valgeirsdóttir. Fyrrum kona hans Mette Kjærsgaard.
4. Sturla Þormóðsson bóndi, f. 18. maí 1978. Kona hans Mareike Schacht.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.
  • Morgunblaðið 2. júní 2018. Minning Þormóðs.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.