Guðrún Hinriksdóttir
Guðrún Íris Hinriksdóttir sjúkraliði fæddist 12. október 1953.
Foreldrar hennar voru Hinrik Gíslason formaður, vélstjóri, f. 4. júní 1909, d. 16. mars 1986, og kona hans Vilmunda Einarsdóttir húsfreyja, f. 10. október 1908, d. 23. júní 1988.
Guðrún ólst upp með foreldrum sínum. Hún lauk gagnfræðaprófi frá Gagnfræðaskólanum og sjúkraliðaprófi frá Landspítalanum 1974.
Hún hefur verið sjúkraliði við Sjúkrahúsið, við Sunnuhlíð í Kópavogi, við Sjúkrahús Reykjavíkur og Arnarholt á Kjalarnesi, síðan á Reykjalundi til starfsloka.
I. Barnsfaðir Guðrúnar er Birgir Laxdal Baldvinsson, f. 31. 1951. Foreldrar hans: Baldvin Ágústsson sjómaður , f. 15. febrúar 1923 á Raufarhöfn og Esther Áslaug Laxdal, f. 25. október 1924 í Tungu á Svalbarðsströnd.
Barn þeirra er
1. Hinrik Laxdal Birgisson framkvæmdastjóri, f. 29. júlí 1973 í Reykjavík.
II. Maður Guðrúnar, (2. nóvember 1974), er Sveinn Magnússon vélvirki, f. 22. ágúst 1948. Foreldrar hans: Magnús Björgvin Sveinsson bóndi á Norðurbrún í Biskupstungum, f. 1. september 1917 í Miklholti þar og Steinunn Jóhannsdóttir húsfreyja, f. 23. ágúst 1924 á Ytra-Lágafelli í Miklaholtshreppi í Hnappadalss.
Börn þeirra eru:
2. Gunnar Ármann Sveinsson verkamaður, f. 26. maí 1975 í Eyjum.
3. Steinar Helgi Sveinsson iðnaðarverkamaður, f. 16. október 1979 í Eyjum.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Guðrún Hinriksdóttir.
- Íslendingabók.is.
- Prestþjónustubækur.
- Sjúkraliðar á Íslandi 1966-1996. Ritstjóri: Sigurður Hermundarson. Mál og mynd 1997.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.