Guðrún Gunnsteinsdóttir (Hólshúsi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Guðrún Gunnsteinsdóttir húsfreyja fæddist 19. júlí 1891 í Hólshúsi og lést 8. júní 1975 í Mýrdal.
Foreldrar hennar voru Gunnsteinn Jónsson sjómaður í Hólshúsi, f. 10. október 1859, d. 8. október 1892, og Sigríður Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 3. september 1861, d. 5. júni 1949.

Guðrún var með foreldrum sínum fyrsta ár sitt, með ekkjunni móður sinni í Hólshúsi næstu árin.
Hún var tökubarn hjá Jóhönnu Gunnsteinsdóttur frænku sinni í Dölum 1901, var með móður sinni í vinnumennsku hennar á Vesturhúsum 1906 og 1907, vinnukona hjá Matthildi Þorsteinsdóttur og Þórarni Gíslasyni á Lundi 1910 og enn 1920.
Guðrún var húsfreyja í Reynishólum í Mýrdal 1922-1961, ekkja þar frá 1950. Hún lést í Mýrdal 1975.

Maður Guðrúnar, (7. október 1922), var Ársæll Jónsson bóndi í Reynishólum, f. 18. maí 1888, d. 24. júlí 1950.
Börn þeirra voru:
1. Gunnsteinn Jón Ársælsson, f. 28. júlí 1923, d. 13. október 1996.
2. Einar Ársælsson bóndi í Teigagerði í Mýrdal, f. 25. júlí 1925, d. 20. ágúst 1993.
3. Ragnhildur Gíslína Ársælsdóttir húsfreyja í Reynishólum, f. 5. janúar 1929, d. 11. nóvember 2008.
4. Sigríður Ársælsdóttir, f. 6. júní 1931, d. 28. ágúst 1931.
5. Sigríður Guðjónía Ársælsdóttir í Reynishólum, f. 13. ágúst 1933, d. 12. október 1974..


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.