Guðrún Eiríksdóttir (Vanangri)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Guðrún Eiríksdóttir frá Vanangri fæddist 6. ágúst 1857 í Holtssókn u. Eyjafjöllum.
Foreldrar hennar voru Eiríkur Sighvatsson vinnumaður, sjómaður, f. 1832, drukknaði 30. mars 1859, og kona hans Guðný Oddsdóttir, þá á Moldnúpi, f. 2. nóvember 1829, d. 1. september 1861.

Guðrún missti föður sinn, er hún var á 2. ári. Hún fluttist til Eyja með móður sinni 1860 og bjuggu þær í Vanangri þar sem móðirin var bústýra.
Guðný móðir hennar dó á sóttarsæng 1861 og Guðrún var flutt sveitarflutningi „til Eyjafjallahrepps“.
Hún var tökubarn hjá föðurforeldrum sínum í Skálakoti 1870, vinnukona á Hrútafelli 1880.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.