Guðríður Björnsdóttir (Efri-Steinsmýri)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Guðríður Björnsdóttir frá Efri-Steinsmýri í Meðallandi, V.-Skaft., bóndi, vinnukona fæddist þar 21. janúar 1876 og lést 22. ágúst 1955 á Sjúkrahúsinu.
Foreldrar hennar voru Björn Hávarðsson bóndi, f. 29. ágúst 1840, d. 15. desember 1909, og kona hans Vilborg Magnúsdóttir húsfreyja, f. 1835.

Guðríður var með foreldrum sínum á Efri-Steinsmýri til 1909, stóð fyrir búi þar 1909-1910, vinnukona þar 1910-1936.
Hún flutti til Eyja 1936, var vinnukona hjá Sigríði Einarsdóttur og Gísla Magnússyni í Skálholti við Urðaveg 43 1938, gamalmenni hjá þeim á Kirkjuvegi 26 1940 og á Kirkjuvegi 43 1945 og í Sólhlíð 3 1949.
Hún lést 1955.



Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.