Guðni Ásmundsson (Framnesi)
Guðni Ásmundsson bóndi fæddist 18. ágúst 1836 á Bjarnastöðum í Selvogsþingum og lést 31. október 1912 í Framnesi við Vesturveg 3b.
Foreldrar hans voru Ásmundur Egilsson bóndi á Bjarnastöðum, f. 1808, d. 5. mars 1866, og kona hans Gróa Gísladóttir húsfreyja, f. 7. maí 1815 í Laugardælasókn, Árn.
Guðni var með foreldrum sínum á Bjarnastöðum 1840 og enn 1860.
Hann var sjávarútvegsbóndi í Bartakoti í Strandarsókn 1870, bóndi þar 1880, húsbódi í Nesi þar 1890, lifir af handafla, húsmaður þar, lifir af fiskveiðum og ýmissi vinnu 1901.
Þau Guðrún giftu sig 1860, eignuðust 12 börn, en misstu átta þeirra á ungum aldri. Þau bjuggu lengst í Bartskoti í Strandarsókn, en síðast í Nesi þar.
Guðrún lést 1905.
Guðni flutti til Eyja úr Selvogi 1907, var ekkill hjá Nikólínu dóttur sinni í Framnesi 1910.
Guðni lést 1912.
I. Kona Guðna, (1860), var Guðrún Stefánsdóttir úr Gaulverjabæjarhreppi, húsfreyja, f. 2. ágúst 1837 í Skógsnesi í Gaulverjabæjarsókn, d. 4. september 1905 í Nesi í Strandarsókn. Foreldrar hennar voru Stefán Jónsson frá Grillu í Gaulverjabæjarsókn, bóndi, f. 27. júlí 1803 og Gróa Jónsdóttir frá Saurbæ í Villingaholtssókn, húsfreyja, f. 25. maí 1804.
Börn þeirra:
1. Stefanía Gróa Guðnadóttir, f. 5. mars 1864, d. 1873.
2. Nikulás Guðnason, f. 24. mars 1865, d. 8. júlí 1873.
3. Jóes Guðnason, f. 11. mars 1867, d. 1873.
4. Ásmundur Guðnason, f. 18. maí 1868, d. 21. maí 1934.
5. Kristín Guðnadóttir, f. 1869, d. 7. nóvember 1869.
6. Gróa Guðnadóttir, f. 1869, d. 1873.
7. Guðni Guðnason, f. 23. maí 1872, d. 21. ágúst 1921.
8. Nikólína Guðnadóttir, f. 20. ágúst 1874, d. 19. nóvember 1950.
9. Stefán Guðnason, f. 23. júní 1876, d. 13. september 1877.
10. Jósep Guðnason, f. 11. júlí 1878, d. 7. mars 1881.
11. Guðmundur Guðnason, f. 8. september 1879, d. 10. mars 1881.
12. Stefanía Guðnadóttir, f. 26. nóvember 1882, d. 19. nóvember 1918.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.