Guðný Charlotta Guðjónsdóttir
Fara í flakk
Fara í leit
Guðný Charlotta Guðjónsdóttir, frá Þórshöfn á Langanesi, húsfreyja fæddist 6. febrúar 1943.
Foreldrar hennar Guðjón Hallsson, f. 25. desember 1899, d. 17. ágúst 1988, og Guðrún Elísabet Þorsteinsdóttir, f. 6. febrúar 1900, d. 5. maí 1995.
Þau Matthías Þór giftu sig, eignuðust þrjú börn, en fyrsta barnið dó í fæðingunni. Þau búa við Hrauntún.
I. Maður Guðnýjar er Matthías Þór Bogason, vélvirki, bifvélavirki, f. 19. apríl 1941.
Börn þeirra:
1. Barn, sem dó í fæðingunni.
2. Elísabet Rósa Matthíasdóttir, f. 3. desember 1963.
3. Kolbrún Matthíasdóttir, f. 20. maí 1968.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Heimaslóð.
- Íslendingabók.
- Matthías Þór.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.