Guðmundur Eiríksson (Ólafshúsum)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Guðmundur Eiríksson bóndi í Ólafshúsum fæddist 1793 í Reynisdal í Mýrdal og lést 5. júní 1846 í Dölum.
Foreldrar hans voru Eiríkur Ólafsson bóndi í Reynisdal, f. 1768 í Ytri-Ásum í Skaftártungu, d. 15. nóvember 1827 á Götum í Mýrdal, og fyrsta kona hans Ingibjörg Pétursdóttir húsfreyja, f. 1749 á Reyni í Mýrdal, d. 27. apríl 1818 á Norður-Fossi þar.

Guðmundur var með foreldrum sínum í Reynisdal 1801, léttapiltur í Reynisholti 1816.
Hann var kominn til Eyja 1827, var þá vinnumaður á Vesturhúsum.
Hann var bóndi á Vesturhúsum 1828 og líklega til 1831, í Ólafshúsum 1831 og 1840, ekkill, vinnumaður á Búastöðum 1845, ekkill í Dölum við andlát 1846.

I. Kona Guðmundar, (18. júlí 1827), var Margrét Þorsteinsdóttir húsfreyja í Ólafshúsum f. 18. apríl 1805, d. 9. desember 1842.
Þau Margrét eignuðust ekki börn með vissu.

II. Barnsmóðir Guðmundar var Guðbjörg Guðmundsdóttir vinnukona á Búastöðum, f. 1817, d. 13. febrúar 1871.
Barnið var
1. Guðmundur Guðmundsson, f. 1. júní 1846, d. 14. júní 1846 úr ginklofa.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.