Guðmundur Arnar Alfreðsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Guðmundur Arnar Alfreðsson, vélfræðingur fæddist 30. apríl 1952.
Foreldrar hans Alfreð Olsen, flugvélavirki, f. 10. september 1930, d. 1. ágúst 2009, og Hjördís Kristín Guðmundsdóttir, f. 30. júní 1931.

Þau Sigurbirna giftu sig, eignuðust tvö börn.
Sigurbirna lést 2014.
Þau Erla hófu sambúð, hafa ekki eignast börn saman, en hún á tvö börn frá fyrra sambandi.

I. Kona Guðmundar Arnars var Sigurbirna Árnadóttir, húsfreyja, starfsmaður Sparisjóðsins og síðan launafulltrúi, f. 3. mars 1948, d. 19. ágúst 2014.
Börn þeirra:
1. Ólafur Guðmundsson, vélfræðingur, rafvirki, f. 6. júní 1976.
2. Sigríður Elka Guðmundsdóttir, viðskiptafræðingur, fasteignasali, búfræðingur, f. 13. apríl 1978.

II. Sambúðarkona Guðmundar er Erla Guðmundsdóttir, húsfreyja, umboðsmaður, f. 31. maí 1966.



Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.