Guðmundur Þorsteinsson (Vesturhúsum)
Fara í flakk
Fara í leit
Guðmundur Þorsteinsson bóndi á Vesturhúsum fæddist 1766 og hrapaði til bana úr Dalfjalli 21. ágúst 1800.
Kona Guðmundar, (8. júlí 1798), var Guðrún Magnúsdóttir húsfreyja, f. 1767, d. 14. október 1839. Hann var fyrsti maður hennar.
Börn þeirra hér:
1. Guðrún Guðmundsdóttir, f. 21. júní 1799, finnst ekki 1801.
2. Guðmundur Guðmundsson, f. 23. október 1800, d. 2. nóvember 1800 úr ginklofa.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.