Guðlaug Jónasdóttir (Skammadal)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Guðlaug Jónasdóttir frá Skammadal í Mýrdal, vinnukona fæddist þar 10. apríl 1893 og lést 21. maí 1981.
Foreldrar hennar voru Jónas Þorsteinsson, bóndi, f. 19. september 1861, d. 10. janúar 1904, og kona hans Ólöf Einarsdóttir, húsfreyja, f. 10. október 1869, d. 1. nóvember 1958.

Guðlaug var með foreldrum sínum í Skammadal til 1904, var tökubarn í Vík í Mýrdal 1904-1909. Hún fór til Eyja, var vinnuhjú í Garðhúsum við Kirkjuveg 14 1909-1912, var hjá móður sinni í Vík 1912-1913, í Kerlingardal 1913-1914, vinnukona í Vík 1914-1916. Hún flutti til Rvk. Guðlaug eignaðist barn með Tryggva 1917.
Hún lést 1981.

I. Barnsfaðir Guðlaugar var Jóhann Tryggvi Björnsson, skipstjóri í Rvk, f. 18. nóvember 1877, d. 18. apríl 1967.
Barn þeirra:
1. Geir Tryggvason, vörubílstjóri, f. 24. júní 1917, d. 11. ágúst 2001.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.