Guðlaug Guðjónsdóttir (Strandbergi)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Guðlaug Guðjónsdóttir.

Guðlaug Guðjónsdóttir frá Strandbergi, húsfreyja, saumakona fæddist 15. júlí 1921 í Mandal og lést 26. október 2009 á Hrafnistu í Reykjavík.
Foreldrar hennar voru Þuríður Guðrún Vigfúsdóttir frá Baldurshaga, húsfreyja, f. 12. mars 1900, d. 30. ágúst 1946, og Guðjón Úlfarsson úr Fljótsdal í Fljótshlíð, trésmiður, bóndi, f. 24. maí 1891, d. 13. maí 1960.

Börn Guðjóns og Þuríðar Guðrúnar:
1. Ágúst Guðjónsson, f. 29. mars 1920 í Baldurshaga, d. 2. desember 1920.
2. Guðlaug Guðjónsdóttir húsfreyja, saumakona í Reykjavík, f. 15. júlí 1921 í Mandal, d. 26. október 2009.
3. Ágúst Þór Guðjónsson bifreiðastjóri í Reykjavík, f. 7. maí 1923 á Sólheimum, d. 22. apríl 1992.
4. Úlfar Guðjónsson, f. 11. september 1924 á Strandbergi, d. 13. júlí 1980.
5. Óskar Guðjónsson, f. 13. febrúar 1926 á Strandbergi, d. 8. mars 2001.
6. Bragi Þór Guðjónsson húsasmiður, myndlistamaður, f. 5. ágúst 1927 á Strandbergi, d. 27. september 2018.
7. Svandís Guðjónsdóttir húsfreyja, saumakona, f. 16. febrúar 1929 í Vatnsdal í Fljótshlíð, d. 13. ágúst 2014. Maður hennar var Rafn Viggósson húsgagnabólstrari, f. 11. maí 1931, d. 15. nóvember 2017.
8. Hörður Guðjónsson, f. 23. maí 1930 í Vatnsdal, d. 2. janúar 2001. Bjó síðast á Selfossi
9. Gunnhildur Guðjónsdóttir, síðast í Reykjavík, f. 4. janúar 1933 í Vatnsdal, d. 6. nóvember 2004. Maður hennar var Haukur Ingvaldsson, f. 17. desember 1932, d. 6. nóvember 1969.
10. Lóa Guðjónsdóttir, f. 21. maí 1938 í Vatnsdal, d. 1. desember 2020.

Guðlaug var með foreldrum sínum í æsku og fluttist með þeim að Vatnsdal í Fljótshlíð 1927, þar sem þau bjuggu til ársins 1948.
Hún fór ung að heiman yfir vetrarmánuðina og starfaði oft á saumastofu hluta dags og var í vist á heimilum í Reykjavík.
Guðlaug var lengst af heimavinnandi húsfreyja auk þess að vinna við saumaskap. Um 1963 fór hún að vinna við sauma og fatabreytingar hjá Herradeild PÓ og síðar á fleiri saumastofum.
Síðustu sjö ár bjó Guðlaug á Hrafnistu í Reykjavík.
Þau Lárus eignuðust Þuríði 1946, stofnuðu heimili í Reykjavík 1948, giftu sig 1949 og eignuðust sex börn.
Lárus Sigurvin lést 1978 og Guðlaug 2009.

I. Maður Guðlaugar, (2. júlí 1949), var Lárus Sigurvin Þorsteinsson skipherra, f. 16. apríl 1916 í Hnífsdal, d. 26. júní 1978. Foreldrar hans voru Rebekka Bjarnadóttir húsfreyja, f. 15. nóvember 1885, d. 11. maí 1981, og maður hennar Þorsteinn Mikael Ásgeirsson skipstjóri í Hnífsdal, f. 6. febrúar 1877, d. 1. maí 1950. Fósturforeldrar hans voru Ingveldur Vilhelmína Finnbogadóttir húsfreyja á Sæbóli í Ís., f. 10. júlí 1881, d. 7. júní 1967, og maður hennar Jóhannes Kristjánsson húsmaður og bóndi, f. 12. desember 1871, d. 29. júlí 1958.
Börn Guðlaugar og Lárusar:
1. Þuríður Vatnsdal Lárusdóttir húsfreyja, f. 5. desember 1946, gift Ara Leifssyni, f. 11. október 1945.
2. Þórdís Lárusdóttir húsfreyja, f. 18. júlí 1948, gift Rúnari Lárussyni, f. 26. janúar 1948.
3. Erla Ósk Lárusdóttir, f. 19. október 1949. Barnsfaðir hennar Jóhann Jónsson, f. 1. júní 1952.
4. Jóhannes Ingvar Lárusson, f. 18. nóvember 1950, kvæntur Guðrúnu Reynisdóttur, f. 27. júní 1959.
5. Bjarni Þröstur Lárusson, f. 31. júlí 1957, d. 8. janúar 2003. Kona hans var Halla Jörundardóttir, f. 30. júní 1959.
6. Sveinbjörn, f. 25. mars 1959, kvæntur Arnfríði Láru Guðnadóttur, f. 5. júlí 1960.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.