Guðjón Sigurðsson (Hvanneyri)
Guðjón Sigurðsson frá Sauðhúsvelli u. Eyjafjöllum, leigubifreiðastjóri fæddist 21. júní 1923 á Hvanneyri við Vestmannabraut 60 og lést 24. maí 2007.
Foreldrar hans voru Sigurður Guðjónsson bóndi á Sauðhúsvelli u. Eyjafjöllum, f. 5. febrúar 1896, d. 12. maí 1970, og kona hans Margrét Jónsdóttir húsfreyja, f. 3. júní 1897, d. 3. nóvember 1897.
Börn Margrétar og Sigurðar:
1. Guðjón Sigurðsson leigubifreiðastjóri, f. 21. júní 1923 á Hvanneyri, d. 24. maí 2007. Kona hans Halldóra Jóhannsdóttir.
2. Þóra Sigurðardóttir, f. 14. febrúar 1927, síðast í Lækjasmára 8 í Kóp., d. 27. febrúar 2014.
3. Magnús Sigurðsson, f. 27. júlí 1929, d. 1. janúar 1930.
4. Jóna Kristín Sigurðardóttir, f. 28. maí 1932.
5. Magnús Sigurðsson, f. 1. ágúst 1933.
6. Sigmar Sigurðsson, f. 4. september 1938.
7. Einar Sigurðsson, f. 11. febrúar 1941, d. 27. mar 1944.
Fósturbarn þeirra:
8. Þorberg Ólafsson, f. 27. mars 1948.
Guðjón var með foreldrum sínum í æsku og enn 1947.
Hann var leigubílstjóri í Reykjavík.
Þau Halldóra giftu sig 1962, eignuðust fimm börn og ólu upp Guðjón Rúnar son Birnu dóttur þeirra. Þau bjuggu í Hjallalandi í Reykjavík.
Guðjón lést 2007.
I. Kona Guðjóns, (1962), var Halldóra Pálína Jóhannsdóttir frá Hofsósi, húsfreyja, f. 24. apríl 1936, d. 17. desember 2017. Foreldrar hennar voru Jóhann Skúlason bóndi, f. 25. desember 1866, d. 6. ágúst 1954 og Sigurrós Guðrún Ágústsdóttir húsfreyja, f. 25. mars 1897, d. 16. janúar 1971.
Börn þeirra:
1. Jóhann Guðmundur Guðjónsson, f. 12. janúar 1955. Kona hans Guðrún Ingvarsdóttir.
2. Birna Guðjónsdóttir, f. 19. júlí 1957. Barnsfaðir hennar Rúnar Þröstur Árnason. Maður hennar Árni Hrafnkelsson.
3. Sigurður Guðjónsson, f. 20. júlí 1960. Barnsmóðir hans Kolbrún Ýr Smáradóttir. Fyrrum sambúðarkona hans Erla Guðnadóttir. Fyrrum sambúðarkona hans Jóna Magnea Pálsdóttir.
4. Brynja Guðjónsdóttir, f. 17. nóvember 1963. Fyrrum sambúðarkona hennar Lif Grundel.
5. Björk Guðjónsdóttir, f. 12. janúar 1965.
Fóstursonur þeirra:
6. Guðjón Birgir Rúnarsson matsveinn, f. 10. apríl 1976. Sambúðarkona hans Guðrún Helga Steinsdóttir.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Manntöl.
- Morgunblaðið 1. júní 2007. Minning.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.