Guðjón Már Jónsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Guðjón Már Jónsson.

Guðjón Már Jónsson bifreiðastjóri, vinnuvélastjóri fæddist 19. maí 1936 í Rvk og lést 10. desember 2021 í Eyjum.
Foreldrar hans voru Jón Ingiberg Guðjónsson bifreiðastjóri, f. 9. september 1907, d. 29. maí 1972, og Kristín Guðbjörg Guðmundsdóttir, húsfreyja, f. 9. júlí 1910, d. 28. apríl 1989.

Guðjón ólst upp í Rvk.
Hann var bifreiðastjóri og vinnuvélastjóri, var um skeið formaður Dúfnaræktarfélags Íslands.
Þau Auður Anna giftu sig, eignuðust tvö börn. Þau skildu 1968.
Þau Erna Vilbergs giftu sig, eignuðust eitt barn og Erna átti tvö börn áður.
Guðjón flutti til Eyja 2003, dvaldi að síðustu í Hraunbúðum. Hann lést 2021.

I. Kona Guðjóns, skildu 1968, var Auður Anna Konráðsdóttir húsfreyja, f. 28. desember 1940, d. 11. júlí 2019.
Börn þeirra:
1. Laufey Konný Guðjónsdóttir, f. 16. nóvember 1960.
2. Kristín Jóna Guðjónsdóttir, f. 1. apríl 1963.

II. Kona Guðjóns er Erna Vilbergs Vilbergsdóttir húsfreyja, f. 22. október 1942. Foreldrar hennar voru Vilberg Jónsson, f. 30. maí 1891, d. 17. júlí 1980, og Sigríður Fanney Björnsdóttir, f. 8. júní 1921, d. 19. febrúar 2006.
Barn þeirra:
3. Jón Ingiberg Guðjónsson, f. 23. júlí 1972.
Börn Ernu áður:
4. Vilberg Hauksson, f. 4. október 1962, d. 6. júní 2000.
5. Anna Fanney Hauksdóttir, f. 4. desember 1963.

III. Sambúðarkona Guðjóns var Theódóra Óskarsdóttir, f. 12. október 1933, d. 29. júní 2014.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.